Réttur


Réttur - 01.08.1931, Qupperneq 36

Réttur - 01.08.1931, Qupperneq 36
148 STJETTABARÁTTAN í SVEITUM [Rjettur kaupafólk, ársfólk og vinnuhjú, sem að öllu leyti hafa sömu hagsmuni og verkalýður kaupstaðanna og er beint frá kaupstöðunum að nokkru leyti (kaupafólkið). Yfirleitt á verkafólk þetta við slæm kjör að búa, — þó oft alls ekki verra en sumir »sjálfstæðu« bændurnir sjálfir. Vinnutími þess er langur og tryggingar við slysum etc. næstum engar. Fer þessum launaverkalýð sveitanna fækkandi. Á árunum 1910 til 1920 minnkaði hann úr 14754 niður í 8732. 2) Kotbændur, leiguliðar og aðrir fátækir bændur og einyrkjar, sem verða að leita sjer vinnu utan býlis síns til að hafa ofan af fyrir sjer. Virðist þessum »hálf«-verkalýð sveitanna (því að hálfu leyti hljóta þeir að teljast til verkalýðsins) sífelt fara fjölgandi, einkum þó nú í kreppunni. Sækir hann einkum mikið í vegavinnu ríkissjóðs, í byggingavinnu í bæjunum á vorin og sláturvinnu á haustin. Kemur það því niður þar sem síst skyldi, þegar Framsóknarmenn eru að hjálpa til þess að pina niður kaup við þessa vinnu eða jafnvel leggja hana alveg niður. Þessi hálf-verkalýður sveitanna býr venjulega við hin ömurlegustu kjör. Kaupið er lítið, jörðin smá og rýr, bústofninn smár, eftirgjöld leiguliðanna oft hlutfallslega hæst á minstu jörðunum, en venjulega miklar skuldir og óhagstæð verslunarviðskipti, því oftast gengur þessum fátæka sveitalýð erfiðast að losna úr klóm kaupmanna og njóta síst þeirra hagsbóta, sem kaupfélög í góðum árum gefa. Þeir byrja venjulega í skuld og búa við hana lengst af. Vinnutími þessa sveitafólks er einhver sá lengsti, sem til er, og af tryggingum gegn sjúkdómum, slysum og búpeningsmissi hefur það venjulega ekkert að segja. Þessi flokkur sveitafólks hefur alveg sameig- inlega hagsmuni með verkalýð kaupstaðanna og hefur alt að vinna með sigri sósíalismans, en engu að tapa. Sjerstaklega gildir þetta um leiguliðana, sem eftir skýrslunum 1918 eru helmingur allra ábúenda á ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.