Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 40

Réttur - 01.08.1931, Síða 40
152 TOLLARNIR OG BÆNDUR [Rjettur Tollarnir og bændur. út um bygðir landsins heyrist mikið talað um »Reykjavíkurvald«. f hverri viku og stundum daglega er »Tíminn« sendur inn á sveitaheimilin til að kenna bændum að hata »Reykjavíkurvaldið« og hvetja allan búandlýð til að vígbúast gegn þessum ægilega fjanda. Fyrir hverjar kosningar eru mörg hundruð hinna vösk- ustu manna sendir út um sveitirnar til að skera upp herör gegn þessum djöfli. Allir bændur eiga að segja »Reykjavíkurvaldinu« stríð á hendur, og stríðið er í því fólgið að lesa »Tímann« og kjósa Framsóknarmann til þings. Hvað er þetta dularfulla »Reykjavíkurvald?« Eftir því sem »Tíminn« segir, er það voldugt samsæri, sem allir Reykvíkingar hafa gert með sjer, að undantekn- um 1—2000 mönnum, sem flestir hafa atvinnu hjá stjórninni eða Sambandi íslenskra samvinnufjelaga, eða eru þá nýkomnir úr sveit. Markmið þessa samsæris er að eyðileggja sveitabúskapinn og steypa þjóðinni í glötun. Armar þess eru tveir: lágskríll og háskríll. Lág- skríllinn er verkalýðurinn, en háskríllinn eru útgerð- armenn og kaupmenn. Bæði lágskríllinn og háskríllinn lifir í vellystingum praktuglega, klæðist purpura og dýru líni, etur og drekkur á kaffihúsum og er glaður. Lágskríllinn græðir á því að vinna stund og stund, milli þess sem hann er að skemta sjer, fyrir afskap- lega háu kaupi, en háskríllinn græðir á því að selja bændum dýrar vörur. Með þessu hjálpast þeir að, að koma sveitabúskapnum í kalda kol og eru það þeirra samantekin ráð. Erjur eru stundum allmiklar milli há- skrílsins og lágskrílsins, en það er ekki vegna þess að hagsmunir þeirra rekist á, heldur bara vegna þess að hvorttveggja er skríll. Til þess að halda skrílnum í skefjum þarf Framsóknarstjórnin að koma upp sterku

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.