Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 48

Réttur - 01.08.1931, Síða 48
160 PRINSINN FERDINAND [Rjettur ur baki brotnu og framleiðir verðmæti, sem auðvaldið hremmir jafnharðan, mun fylgja dæmi rússnesku bændanna, berjast við hlið verkalýðsins og sigra undir forustu Kommúnistaflokksins. Brynjólfur Bjarnason. Prinsinn Ferdinand. eftir Henri Barbusse. Einu sinni var ungur konungssonur; hamingjan hló við honum, því að — eins og ég' sagði — hann var ung- ur. Og fríður var hann þar að auki, auðugur og fræg- ur. Faðir hans, konungurinn, ávann sér með degi hverjum aukið lof og frægðarorð fyrir það eitt, að hann sat á veldisstóli. Móðir hans, drottningin, sem helgaði sig alla skáld- skapargerð sinni, hafði óbifanlega trú á því, að henni væri snilldargáfa gefin. Lofgerðir hinna tignu lesenda hennar og ritdómendanna, sem voru viðurkenndir meistarar í sinni grein, styrktu hann í trú sinni. Prins- inn ungi hafði ekki snefil af áhuga fyrir bókmenntum; hann kaus heldur að lifa löstum sínum. Með þessum hætti varðveitti hann á miklu skýlaus- ara hátt erfðavenjur langfeðga sinna og veitti þar með í raun og veru hinni tiginbornu móður sinni hævesk- lega ofanígjöf. Hversu oft hafa stjórnmálahneigðir ríkiserfingja valdið hinum háu foreldrum bannsettum heilabrotum og eins þessum ráðsmönnum og vikapiltum konungsætt- anna, sem kallaðir eru stjórnarherrar og ráðgjafar.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.