Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 51

Réttur - 01.08.1931, Page 51
Rjettur] BYLTINGIN í LANDBÚNAÐI RÚSSA i(53 eftir fyrsta ofboðið, kveikti sér í vindli og hló fram í nefið. Honum var skemmt við ókvæðisorð mannsins, sem engdist þarna í járnklóm lögreglumannanna. En innan skamms fannst honum sér misboðið í rík- iserfingjatign sinni af þeim beiska sannleik, sem slöngvað var framan í hann af hamslausri bræði. Hann tók út úr sér vindilinn og lagði glóandi end- ann upp að andliti verkamannsins, sem lá þarna fjötr- aður; — þetta gerði hann mjög hægt og að yfirlögðu ráði, en lögreglumennirnir héldu manninum á meðan af miklum dugnaði, þrátt fyrir kvalaöskur hans. Svo gekk erfðaprinsinn hinn rólegasti heim í höll sína. Prinsinn ungi hét Ferdinand. Það heitir hann enn í dag. En nú er hann ekki lengur ungur og enginn prins. Hann er konungur Rúmeníu. ... Eftir að saga þessi var færð í letur, fréttist andlát Ferdinands af Hohenzollern, Rúmeníukonungs. (Saga þessi er úr safni 25 smásagna eftir hið heimsfræga franska skáld, Henri Barbusse. Allar þær sögur — að þessari meðtaldri, — hafa sér það til ágætis að vera nákvæmlega sann- ar — aðeins færðar í stíl af skáldinu). Byltingin í landbúnaðinum Rússneska. Tíðindi þau sem nú eru að gerast austur í Rússlandi hafa vakið óskipta athygli alls heimsins. 160 miljónir manna — bændur og verkamenn, eru að framkvæma gagngjörða breytingu á öllum sviðum mannlegs lífs. Framkvæmd firnm ára áætlunarinnar, þetta volduga 11*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.