Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 54

Réttur - 01.08.1931, Side 54
166 BYLTINGIN I LANDBÚNAÐI RÚSSA [Rjettur stakling en í einstaklingsbúunum. í Norður-Kákasus er ræktað land til dæmis 5,2 hektarar á mann í samyrkju- búunum en aðeins 2,3 hektarar í einstaklingsbúunum. Jafnframt eykst verðmæti afurðanna í samyrkjubúun- unum. í Kuban nemur framleiðsluverðmæti hvers verkamanns í samyrkjubúunum 625 rúblur á móts við 378 rúblur í einstaklingsbúum. Þetta eru tölur sem tala. Hjer hefur samvinnuhug- sjónin sigrað. Kenning Kommúnista um, að samvinnu- stefnan geti ekki komist í framkvæmd fyr en auðValds- þjóðskipulaginu hefur verið kollvarpað og eignarjettur auðmannastjettarinnar verið afnuminn, hefur sannast að vera rjett. Til eru þrjár myndir samyrkjubúa. Einfaldasta mynd þessarar samvinnu er sameiginleg ræktun lands- ins, sameiginleg kaup á landbúnaðarvjelum og áburði. Önnur mynd samyrkjubúanna er strax miklu víð- tækari. Meðlimirnir afnema öll landamerki, vinnan er sameiginleg, allar vjelar og skepnur eru afhentar sam- yrkjubúinu. íbúðarhúsin og innanhússvinna, ávaxta- garðar og eitthvað af nauðsynlegustu húsdýrum eru þó áfram á höndum einstaklinganna. Þessi tegund samyrkjubúanna er ennþá algengust. Þriðja og fullkomnasta stig samyrkjubúanna er »kommúnan«. öll vinna, lönd, vjelar, skepnur og hús verða sameign. Aðeins hið persónulega líf, daglegt við- urværi, uppeldi barnanna o. a. verður í höndum ein- staklingsins eða fjölskyldunnar. Jafnframt miðar sam- yrkjubúið að því, að gera einnig þessar síðustu leyfar einstaklingsrekstursins fjelagslegar, með stofnun sam- eiginlegra mötuneyta, barnaheimila o. s. frv. Með byltingunni í landbúnaðinum rússneska, sem nú fer fram svo hröðum skrefum, verða bændurnir beinir þátttakendur í uppbyggingu hins sósialistiska skipu-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.