Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 55

Réttur - 01.08.1931, Page 55
Rjettur] BYLTINGIN I LANDBÚNAÐI RÚSSA 167 lags. Þeir hverfa frá því að vera smáeigendur, sem ætíð hafa persónulegra sjerhagsmuna að gæta í lífs- baráttu sinni, og verða skapendur nýs lífs. Stefna Kommúnista í landbúnaðarmálum mætti í fyrstu feikna mótspyrnu bændanna, en strax og fyrsti árangurinn varð ljós, sannfærðust þeir um, að verið var að gæta hagsmuna þeirra, og þyrptust í miljónatali inn í samyrkjubúin. Innganga í samyrkjubúin er öllum frjáls. Reglurn- ar, sem ráðstjórnin hefur sett sem grundvallarlög fyrir rekstur búanna, eru fáorð og einföld, svo að hver bóndi getur skilið þau við fyrsta lestur. Lögin eru í tíu köflum: um markmið og verkefni búsins, jörðina, framleiðslutækin, starfsemi búsins, meðlimina, fjár- málin, skipulag og greiðslu vinnunnar, eftirlit og stjórn. Stjórn búsins er kosin á almennum fundi meðlim- anna í búinu. Þegar bóndi gengur inn í búið eru þær eignir hans, sem afhendast eiga búinu, metnar af sjer- stakri nefnd. Helmingur matsverðsins rennur í óskift- anlegan sjóð búsins, en hinn helmingurinn (svokallað pay-kapital) færist bóndanum til tekna í bókum bús- ins. Þessi upphæð er afturkræf í peningum ef bóndinn gengur úr samyrkjubúinu. Skemtilegar eru lýsingarnar af bændafundunum, þar sem rætt er um stofnun samyrkjubúa. Fleiri hundruð spurningar eru lagðar fram: Hvernig er vinnan borg- uð? Jeg á tvo plóga, verða þeir færðir mjer til tekna? Hver sjer fyrir ekkjunum og gamalmennum? Slíkar spurningar eru nauðsynlegar. En oft heyrast einnig ýmsar aðrar: Þegar jeg fer á fætur um sólaruppkomu og nábúi minn um hádegi, eftir hverjum á þá að fara í sam- yrkjubúinu? Og Kommúnistarnir, munu þeir líka vinna eða bara ganga um með blýant í hendinni? Ætli

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.