Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 56

Réttur - 01.08.1931, Síða 56
168 STEFNA KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS [Rjettur það verði ekki svo að við þurfum að þræla og hinir skríði upp eftir bakinu á okkur? Slíkar spurningar koma glundroða á fundinn, og það þarf mikið þolinmæði til þess að hrinda þeim rógi á bak aftur, sem kemur frá stórbændunum, svo hann eyðileggi ekki áhuga fylgismanna stofnunarinnar. Bóndinn gengur beint til verks og vill kryfja málið til mergjar. Hann krefst hreinskilni af öllum, alt leyni- makk er honum fráhverft, því að taka þátt í samyrkju- búinu þýðir fyrir hann að segja skilið við allar eigin- hagsmuna hugsanir og helga sig hinu sameiginlega starfi. í stórum hópum ferðast bændurnir til þess að skoða ríkisbúin og samyrkjubúin. Þeir sjá fullkomnar vjelar, horfa öfundaraugum á dráttarvjelina, sem svo örugt og vel plægir jörðina, og bera hana saman við gamla plóginn á heimalandinu. Og draumarnir um stórt bú, nýja vegi, sjúkrahús, skóla og heilar lestir af landbún- aðarvjelum skapa í þeim nýja lífsþrá, sem verður grundvöllurinn að þeirri orku, sem getur á svo ör- skömmum tíma breytt draumum í veruleika. Þrautpíndi, rússneski smábóndinn verður að öflug- um liðsmanni, að hetju í miljónasveit þeirri, sem nú er að byggja upp nýtt skipulag — þjóðskipulag kommún- ismans. r, , „... Huukur Byomsson. Stefna Kommúnistaflokks íslands í landbúnaðarmálum. í mótsetningu við borgaraflokkana lýsir Kommún- istaflokkurinn því yfir, að hann er ekki »bændaflokk- ur« eins og Framsóknarflokkurinn og íhaldsflokkur-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.