Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 57

Réttur - 01.08.1931, Side 57
Rjettur] STEFNA KOMMONISTAFLOKKS ÍSLANDS 169 inn telja sig vera. Hann er ekki flokkur »bændastjett- arinnar« sem heildar, hann berst ekki fyrir hagsmun- um allra bænda á íslandi. Til eru þeir bændur á ís- landi, sem hafa fylstu ástæðu til að taka aðvaranir »Tímans« og »Morgunblaðsins« um ógnir og skelfing- ar kommúnismans alvarlega. ótti þeirra við Kommún- istaflokkinn er á fullum rökum byggður. í upphafi stefnuskrár sinnar lýsir Kommúnistaflokk- urinn því yfir, að hann sje flokkur verkalýðs og fá- tækra bænda. Með »fátækum« bændum er eigi aðeins átt við hina fátækustu, heldur einnig þá sem bjargálna teljast, yfir höfuð alla þá bændur, sem lifa af hand- afla sínum, 70—80% af allri bændastjett landsins í mótsetningu við hinn fámenna hóp stórbænda og stór- jarðeigenda. Þessvegna mega hinir vinnandi bændur ekki taka skoðanir stórbændanna um kommúnismann sem góða og gilda vöru. Nú er það svo að »Tíminn« og íhalds- blöðin eru málgögn hins fámenna hóps bænda, sem hafa fullgildar ástæður til að óttast Kommúnistaflokk- inn. Það gefur því að skilja, að það er ekki holt fyrir smábændur að sækja fræðslu sína um kommúnismann í »Framsóknarblöðin« eða íhaldsblöðin. Allrar þekkingar um kommúnismann verða bændur að afla sjer frá fyrstu heimildum. Jeg vil benda þeim á Stefnuskrá Alþjóðasambands Kommúnista, sem að nokkru hefir birtst í »Rjetti«, bókina »Hvað vill Kommúnistaflokkur íslands« og »Baráttustefnuskrá K. F. í.« Auk þess á ýmsar ritgerðir í fyrri árgöngum »Rjettar«, bæði eftir ritstjórann, undirritaðan o. fl. Loks má nefna ýmsar greinir í »Verklýðsblaðinu«. Leiðir allra bænda á íslandi til velmegunar geta ekki verið hinar sömu. Til eru þeir bændur, sem hafa öll skilyrði til að auðgast í skjóli auðvaldsskipulagsins. En gróði þeirra er fenginn á kostnað hinna vinnandi bænda og landbúnaðarverkamanna. Velmegun og vax-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.