Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 61

Réttur - 01.08.1931, Síða 61
fcjetturí STEFNA KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANBS 173 losna við veðskuldirnar, sem hvíla á jörðunum, og eignast þær þannig raunverulega. Er þjóðnýting landsins rjettmæt og nauðsynleg ráð- stöfun? Rjettmæt er eignasvifting auðmannanna frá sjónarmiði hinna vinnandi stjetta, því jörðin er alls ekki rjettmæt eign stórbændanna og auðmannanna, sem lifa á eign sinni en ekki vinnu sinni. Jörðina hafa þeir eignast með braski eða arðráni vinnandi bænda og verkafólks, eða sem arf frá fyrirrennurum, sem hafa komist yfir eign sína á áðurgreindan hátt. Nauð- synleg er þjóðnýtingin til þess að hinir vinnandi bænd- ur geti eignast landið til fullra og ótakmarkaðra af- nota og losnað af skuldaklafa jarðeigendanna og bank- anna. Hún er nauðsynleg til að hindra jarðabrask. Hún er nauðsynleg til að ryðja öllum tálmunum úr vegi fyrir sósíalistiskri samvinnu og stóriðju í sveitunum. Samyrkjubúskapur er óframkvæmanlegur nema bænd- urnir eigi sjálfir landið, og þeir eigi það sameiginlega. Aðrar byltingaráðstafanir verkamanna og bænda- stjórnar verða að losa bændur við fjárhagsok auð- valdsins og bæta kjör þeirra þegar í stað, með því að gefa fátækum bændum upp okurskuldir bankanna, kaupmanna og annara okrara, útvega þeim vélar, verk- færi, áburð o. s. frv. með góðum kjörum, hjálpa þeim að rækta- landið og útvega vörum þeirra tryggan markað. Leiðin til að koma þessu í framkvæmd er sameigin- leg stjettabarátta verkalýðs og bænda, undir forustu kommúnistaflokksins, þar til fullur sigur er unninn. Á þeirri leið eru margir áfangar, þar til úrslitabaráttan um ríkisvaldið verður háð. »Hjáverk« og undirbúning- ur byltingarinnar er hin stöðuga barátta um hags- munabætur til handa vinnandi bændum og verkalýð. Aðalkröfurnar, sem Kommúnistaflokkurinn safnar vinnandi bændum um á núverandi stigi stjettarbarátt- unnar, eru þessar:

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.