Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 69

Réttur - 01.08.1931, Síða 69
Rjettur] LANBBÚNAÐARKREPPAN 1 DANMÖRKU 181 vera talinn í skýrslum stjórnarinnar, og fær engan styrk! Samkvæmt öðrum skýrslum stjórnarinnar eru 18000 unglingar heimilislausir flakkarar! Auk þess hefir fjöldi verkamanna aðeins vinnu 3—5 daga vik- unnar eða minna. I vor tókst kapítalistum með tilstyrk »verkamannastjórnarinnar« að lækka laun verka- manna um 6—8%. Kaupgeta verkalýðsins hefir því minkað mjög mikið. 1 haust og sérstaklega í vetur er búist við ógurlegu atvinnuleysi. Smásöluverðið hefir ekki lækkað að neinum mun, þrátt fyrir lækkun heildsöluverðsins. Húsaleiga, skatt- ar og útsvör hafa ekki lækkað, heldur stigið. Hin sí- lækkandi kaupgeta verkalýðsins kemur hart niður á millistéttinni í borgunum. Smákaupmenn og smáhand- verksmenn hafa ekki aukið tekjur sínar, þrátt fyrir þann mikla mismun á heildsölu- og smásöluverði, bæði vegna þess hvað kaupgetan hefir minkað mikið, og vegna þess, að reksturskostnaðurinn er sá sami þrátt fyrir minkun veltunnar. Hin síþverrandi utanríkis- verslun hefir líka rýrt kaupgetu millistéttarinnar og verkamanna. Verslunin við ísland hefir líka farið minkandi. Minkandi kaupgeta borgarbúa kemur aftur hart niður á bændum, því vörur þeirra, smjör, egg og flesk o. s. frv. hefir alþýðan orðið að spara við sig. í miðjum júní i sumar lækkaði verðið á dönskum landbúnaðarafurðum sérstaklega ört. Borgarablöðin sögðu þá, að verðið gæti ekki lækkað meir. En verð- lækkunin hélt áfram og ekkert útlit er til að hún stöðv- ist. i mörgum héruðum landsins er talið að 60—80% bænda verði gjaldþrota. Það er því ekki að undra að bændur séu farnir að örvænta um sinn hag. Um þetta leyti fór að bera mjög mikið á félagsskap þeim, sem kendur er við Randers á Jótlandi, þar sem hann var fyrst stofnaður. Hreyfing þessi hefir á skömmum tíma breiðst út yfir flestar sveitir landsins, og nú er talið, að 100.000 bændur, skipulagðir eftir

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.