Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 73

Réttur - 01.08.1931, Síða 73
Rjettur] LAN'DBÚNAÐARKREPPAN í DANMÖRKU 185 sem smábændur hlytu að bíða af lækkun kaupgetu hvers einstaklings. Og þó að svo færi, að tekjur smá- bænda yrðu meiri af þessari ástæðu eða öðrum, þá myndi jarðarverðið hækka að sama skapi, eins og altaf á sér stað í auðvaldsskipulaginu. Auk þess yrðu dönsku kapítalistarnir ekki einir um að lækka framleiðslu- kostnaðinn á þennan hátt, svo fljótt myndi að því koma, að atvinnuleysið magnaðist aftur, og þá yrðl kaupgeta alþýðunnar orðin minni en nokkru sinni fyr, og þar með kreppan ægilegri en nokkru sinni áður. Enn væri hugsanlegt, að auka útflutninginn, en ekki myndi það bæta hag þeirra bænda, sem ekki geta selt með hagnaði við núverandi vöruverði. Samkeppnin er líka altaf að aukast, en markaðurinn að minka. Randers-hreyfingin getur því ekki bjargað smá- bændum, og það er heldur ekki tilgangur hennar. Hún er fasistish hreyfing stórkapítalista og stórbænda, sem notar sér neyð smabænda. Hún rís upp í Danmörku um það leyti, sem smábændur í Itallu, Póllandi, Ungverja- landi, Balkanlöndunum og jafnvel Þýskalandi eru að komast I skilning um eðli fasismans, og hvílík bölvun hann er fyrir þá. Nú eru líka altaf að koma fregnir frá Finnlandi um að bændur séu reknir í þúsundatali af jörðum sínum vegna skulda. Fasistastjóm sú sem bændur höfðu hjálpað til valda, Lappo-stjórnin, kæfir alla mótstöðu þeirra í blóði, — nú kemur sér vel fyrir hana að verklýðshreyfingin er lömuð. Landbúnaðarkreppan verður ekki upphafin með neinum endurbótum. Hún er að kenna framleiðslu- skipulagi kapítalismans sjálfs, og hún er óumflýjanleg afleiðing þess þjóðskipulags, sem byggist á stöðugt auknu arðráni alþýðunnar fyrir hag örfárra braskara. Þróun kapítalismans hófst með sigri stóriðnaðarins yfir smáhandverkinu. Því næst lögðu kapítalistar und- ir sig verslun og samgöngur og nú er stórframleiðslan að sölsa undir sig landbúnaðinn. Jafnvel nú í verstu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.