Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 78

Réttur - 01.08.1931, Síða 78
100 RARÁTTA RÆNDA ERLENDIS [Rjettur Og þetta er talinn mesti fyrirmyndar landbúnaður Evrópu. óánægja meðal bænda vex geysilega. »Bændanefnd- in« hefur þar málgagn, er »Plovfuren« heitir. Bændauppþot í ítalíu. Skattar ríkisins eru ítölskum bændum þungbærir. Sumstaðar hafa þeir með valdi risið upp gegn skatt- krefjendunum, svo fasistarnir hafa orðið að beita her- liði gegn þeim og kasta þeim í fangelsi. Annarsstaðar hafa þeir svarað loforðasvikum stjórnarinnar með því að ráðast undir rauðum fánum á hjeraðsstjórnarbygg- inguna og mölbrjóta þar alt, til að minna á sig. ítölsku stórjarðeigendurnir óttast mjög bændahreyf- inguna. Haft er eftir einum þeirra, er hann var spurð- ur um álit hans á ítölskum bændum: »ítalski bóndinn er sá byltingarsinnaðasti bóndi, sem til er«. Og úr augum hans skein hatur og ótti. Sjálfshjálp fátælcra bænda í Austurríld. Neyðin í Austurríki er ógurleg. 16. júní átti að selja á nauðungaruppboði jörð bónda eins í Lanyvrechtsberg, en þegar uppboðshaldari kem- ur voru þar fyrir á jörðinni fjöldi bænda og atvinnu- lausra verkamanna og var hópurinn ekki árennilegur. Hurfu embættismennirnir frá, og bóndanum var greitt það lán út á jörðina, sem hann hafði átt að fá og yfir- völdin gáfust upp við nauðungarsöluna. Þýskir verkamenn og bændur talca höndum saman gegn auðvaldinu. Sífelt vex gagnkvæmur skilningur fátækra bænda og verkamanna í Þýskalandi á að þeir geti aðeins sigr- ast á auðvaldinu og örbirgðinni með því að standa sameinaðir.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.