Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 80

Réttur - 01.08.1931, Page 80
192 BARÁTTA RÆNDA ERLENDIS [Rjettui' neyða þá til að ljósta upp nöfnura þeirra, er fengið höfðu þeim flugblöðin. En ekkert svar. Fasistarnir misþyrmdu þeim svo, að einn þeirra, Bresowzek, dó af meiðslunum. Þá söfnuðust þúsundir bænda um lík hans er það var flutt heim. 0g kröfugangan varð svo geigvænleg og hatri þrungin, að lögregla og fasistar þorðu ekki að sýna sig þann dag. En daginn eftir varð bardaginn því blóðugri — og þeirri baráttu verður ekki lokið fyrr en ítalskir verkamenn og bændur reisa sitt eigið ríki á rústum ofbeldisríkis fasistanna. Bardagar í Jugoslavíu. í Jugoslavíu ríkir hið mesta hervaldsalræði. í fjöl- mörgum þorpum Serbíu hefur bændum og skatt- heimtumönnum ríkisins lent saman í hörðum bardög- um. Á einum stað rjeðst alt þorpið á fjölmenna lög- reglusveit, sem ætlaði að framfylgja lögtaki á eignum nokkurra smábænda, varð blóðugur bardagi og fjellu 6 lögreglumenn og 2 bændur. Hjá »bölvuðum bolsjevikkunum«. í Ráðstjórnarríkjunum var landbúnaðarframleiðslan 1929 og 1930 sem hjer segir: 1929 Kornuppskeran 71,7 Bómullaruppskeran 8,6 Rófuuppskeran 62,5 1930 87.4 milj. tonn 13.5 — tvívætta 151,7 — — Ræktaða landið óx úr 118 miljónum hektara 1929 upp í 127,8 mlij. ha. 1930, en á 1931 að verða 143 milj. ha. — og nær því. Helmingur allra bænda — eða 13 miljónir bænda- býla — eru gengin inn í samyrkjubú bændanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.