Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 8
IV.
Til þessa höfum vér látiö sem dyggðir og siögæö'i
væra þekktar stæröir og aö mestu munum vér reikna
með því. AÖ vísu eru stundum nokkuö skiptar skoö-
anir um hvaö sé rétt og rangt, en ég held aö viö
getum sagt aö dyggöir séu þeir eiginleikar manna,
sem auka hamingju þeirra og annarra og þeir eig-
inleikar eru að mestu leyti þeir sömu nú og jafnan
áöur. Ef til vill er meira gert aö því nú en nokkru
sinni fyrr að falsa hugtök og rugla hugmyndir manna
um hvað er dyggð. Það heitir nú t. d. þegnskapur
og ættjarðarást á sumra máli “aö sætta sig við kjör
sín hversu ranglát sem þau eru” og bera hatur til
annarra þjóða og kynþátta, en þessháttar fölsun er
ekki nýtt fyrirbrigöi. “Ágirndin er framsýni kölluö,
drambsemin höföingsskapur, hræsnin vizka. Þegar
menn brjóta réttinn, kalla menn þaö að byggja hann.
Þegar menn sleppa skálkum og illræöismönnum ó-
hengdum, þá nefna menn það kærleika og miskunn-
semi. Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli heitir speki
og íriðsemi. — Svo falsar nú andskotinn guðs steöja
meðal vor og setur hans mynd og yfirskript á svik-
inn málm”, segir meistari Jón, og gætu þetta vel
verið orð nútímamanns, En hin ófalsaöa dyggö er
ekki minna verö, þótt afskræming hennar hafi verið
sett í hennar stað, og hin næma réttlætiskennd hins
óspillta manns kann hér venjulega full skil á.
Svo þarflegt og æskilegt, sem þaö er, að mennta-
mennirnir skilji gildi hagsmunabaráttu alþýðunnar,
þá er það höfuönauðsyn aö forvígismenn hagsmuna-
baráttunnar kunni aö meta menningarbaráttuna og
hverjum sósíalista veröa aö vera þessir hlutir ljósir.
Það hafa veriö til menn, sem e. t. v. mætti nefna
gerfisósíalista. Þeir hafa máske viljað vera sósíalist-
ar, en aldrei skilið hvað þaö var. Þá hefur þyrst í
ævintýri og jafnvel áflog. Illt uppeldi hefur gefið þeim
m