Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 67
því mótast siðan öll skáldrit hans. Stéttarhugsun lét
honum ekki, enda sonur efnabónda. Þó fylgir rót-
tækur hugur máli, þegar hann er að skapa
stéttarfulltrúana í Fjalla-Eyvindi. í 1. þætti er
mynd hreppstjórans, sem réö bróður sínum að svala
“augnabliksfýsn” sinni á vinnukonunni og giftast
henni ekki, vegna stéttarmunar. Valdi sínu misbeit-
ir hann. “Þeim, sem ekki vilja taka þínum ráðum,
kemur þú á vonarvöl---------”, segir Halla við hann.
Auðugur er presturinn, sem tímir ekki eða vill ekki
lána neitt til bjargar barnaheimilinu og gerir Eyvind
miskunnarlaust að þjófi ævilangt vegna einnar kind-
ar. Þá er einkennilegt smáatriðiö, að það er peninga-
sendill, sem gerist til þess af heimsku eða illgirni að
Ijóstra upp um Eyvind og steypa honum í glötun,
þegar hann hefur byrjað nýtt líf. •
Það kom sér vel fyrir Jóhann, að á dögum hans
voru skáld ekki ofsótt sem rógberar um þjóð sína, þó
að þau deildu á kúgun og afturhald og yrðu jafnvel
heimsfræg fyrir skáldrit þrungin ádeilu. Mundi þjóð-
arkynning útlendinga af Fjalla-Eyvindi hafa orðið
betri, ef yfirvald sveitarinnar og prestur Eyvindar
hefðu veriö sýndir sem sannir guðsmenn, en Halla og
Kári þýlyndar höfðingjasleikjur?
Fá skáld voru eölisfrjórri og andríkari en Jóhann,
og þó urðu listaverk hans aðeins helmingur þess,
sem vinir hans og dáendur væntu af honum þann
skamma tíma, sem hann lifði, eftir að skáldþroska
var náö. Þeir, sem þekktu nánast til, segja, aö Jóhann
hefði aö öllu sjálfráðu átt beztu rithöfundarár sín
fram undan, þegar dauðinn sótti hann. Þrátt fyrir
frábæra spretti í öllum ritum hans finnst mörgum,
að hann hafi aldrei fundið sjálfan sig fyllilega nema
í Fjalla-Eyvindi og sá skaöi verði ekki bættur, að
hann lifði það ekki, að skáldelfur hans bryti sér
öðru sinni farveg fyllilega við hæfi sitt. Hverjum get-