Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 65
“íslenzka þjóóin á sjálfstæði sitt menningu og
öryggi undir þróun lýöræðis og friðar og undir var-
anlegum sigri sósíalismans á íslandi og í umheim-
inum.
Flokkurinn vinnur aö sjálfstæði og öryggi ís-
lenzku þjóðarinnar, með frelsisbaráttu sinni innan-
lands og með samstarfi sínu við bræöraflokkana.
Flokkurinn skoðar sig sem arftaka þeirra, sem á
undanförnum öldum hafa háð baráttu fyrir frelsi
íslenzku þjóðarinnar, fyrir því að leysa hana und-
an erlendri og innlendri áþján, þar sem vitanlegt er
að fullt frelsi íslenzku þjóðarinnar er þá fyrst feng-
ið, þegar þjóðin sjálf ræður sameiginlega auölind-
um landsins og atvinnutækjum, þegar enginn ein-
staklingur er lengur kúgaður á einn eða annan
hátt og menningin jafnt sem auðæfin er orðin al-
menningseign. Flokkurinn. vill því vernda það sjálf-
stæði, sem íslenzka þjóðin hefur öðlazt, fullkomna
það með myndun sjálfstæös og fullvalda íslenzks
lýðveldis og tryggja það varanlega með fullum sigri
sósíalismans. Flokkurinn berst fyrir gagnkvæmum
skilningi þjóöanna á þörfum þeirra, jafnrétti þeirra
og góðri sambúð, fyrir friði og fyrir alþjóðabanda-
lagi sósíalistiskra lýöfrjálsra þjóöfélaga”.
En þótt skoöun Sósíalistaflokksins sé sú, að íslend-
ingar öölist fyrst fullkorriið þjóðfrelsi með alþjóöleg-
um sigri sosíalismans, þá vill hann jafnt fyrir það
vinna aö þjóöfrelsinu með öllum þeim, sem af heilum
hug vilja hönd á plóginn leggja, hvaða lífsskoöun,
sem þeir hafa. En trúa vor er sú, að reynslan muni
sanna slíkum góðum þjóðfrelsissinnum, aö sósíalism-
inn einn megni að tryggja þá menningu og þaö frelsi,
sem þeir — og vér — óskum íslen^ku þjóðinni til
handa.
E. O.