Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 33
vík um miðjan nóvember taldi að ekki væri nú leng-
» ur unnt að spyrna móti broddunum, og samþykkti
breytingu á lögum Alþýðusambandsins, þess eínis, að'
sambandið skyldi eftirleiðis ekki vera í skipulags-
tengslum viö stjórnmálaflokka og allir meðlimir þess
hafa jafnan rétt til trúnaöarstarfa. Jafnframt ákváðu
foringjarnir að sitja meðan sætt er, og kusu sjálfa
sig í stjórn sambandsins til næstu tveggja ára. Um
þetta segir svo í verkalýðsmálaályktun 2. þings Sósí-
alistaflokksins:
“Eftir 10 ára baráttu róttæku aflanna og fyigjenda
lýðræöisins 1 verklýðshreyfingunni, Kommúnista-
flokksins og síðar Sósíalistaflokksins í samstarfi við
fjölda verkamanna, er fylgja Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flokknum, hefur nú loks unnizt það, að Alþýð'usam-
bandið er leyst úr skipulagstengslum við Alþýðuflokk-
inn og jafnrétti allra meðlima sambandsins viður-
kennt í lögum þess.
Með þessu hefur unnizt mikill sigur, sem nauðsyn-
legt er að hagnýta sem bezt. En jafnframt verður að
gera sér ljóst, að með þessu eru erindrekar atvinnu-
rekenda ekki af baki dottnir. Blöð þjóðstjórnarflokk-
anna boða sameiginlega herferð gegn sósíalistum.
, Stjórn hins nýja sambands er kosin eingöngu af Al-
þýðuflokksmönnum og er því í rauninni sjálfskipuð.
í tvö ár ætlar þessi sjálfskipaöa, ólýðræðislega stjórn
að fara með völd 1 Alþýðusambandinu.
Þessi freklega yfirtroðsla á hinum nýju lögum Al-
þýðusambandsins léttir íhaldinu róðurinn við að
halda uppi klíkustarfsemi sinni í verkalýðssamtök-
unum undir yfirskini kröfunnar um lýðræöi, skoð-
anafrelsi og jafnrétti.
, • Það leikur heldur ekki á tveim tungum að þennan
tíma munu atvinnurekendúr og þjónar þeirra nota
vel til skipulagðra ofsókna á hendur verkamönnum
og fulltrúum þeirra í verklýðsfélögunum. Þaö má bú-
121