Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 66
Bjjörn Sigfásson:
Nokkrar bækur.
Kit eftir Jóhann Sigurjónsson. Fyrra bindi.
tJtgefandi: Mál og menning.
Svarta norræna kynið' hefur gefið okkur skáld úr
flestum héruðum. Á þrjá þessa frændur Egils Skalla-
grímssonar verður mér starsýnt á bæjunum innst við
Skjálfanda rétt eftir 1890. Á Héðinshöfða dvaldist þá
Einar Benediktsson með föður sínum, drakk í sig
náttúruskilning, hálfgerðar dulskynjanir, en jafn-
framt sósíaiistiskar hugmyndir. Á Sandi tók Guð-
mundur aö yrkja og lýsti lífi ekkjunnar við ána hisp-
urslausar og betur en hann eöa aörir hafa getað síö-
an. Á stórbýlinu Laxamýri var Jóhann að vaxa upp.
Þaö skal ósagt hér, hvað þeim hlotnaðist hverjum «
um sig, eða hlotnaðist ekki, af baráttumóði vaknandi
alþýðu 1 kringum þá á uppreisnarárum kaupfélags
og félagsins Ó. S. F. En metnaöur þess, sem brýtur
sig lausan úr fortíðarhlekkjum, óx þau árin örar meö *
Þingeyingum en öðrum landsmönnum, og þessi ungu
skáld fengu meiri skammt af honum en miðlungs-
menn hefðu risiö undir. Ofurhugarnir Einar og Jó-
hann heitstrengdu hvor eftir annan aö leggja undir
sig heiminn til allrar þeirrar þegnskyldu, sem skáld-
konungum kæmi bezt í víking andans. Hver láir þeim
lengur ofurmennskudraumana nema smásálir? Oft
brast þá mátt, það er satt. En heitstrengingamar
felldu þeir ekki á sig, meðan lífsþrek entist.
í Höfn var Jóhann þegar sjálfkjörinn í hóp róttæk-
ustu stúdenta íslenzkra og aðdáenda Brandesar. Aí'
154