Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 38
ur alls almennings, dýrtíöin vex ákaft og hiö raun-
verulega kaup lækkar vegna kaupþvingunarlaganna.
Sósíalistaflokkurinn er nú eini flokkurinn í land-
inu, sem berst fyrir hagsmunum almennings, almenn-
um framförum og sjálfstæöi þjóðarinnar, jainframt
því, sem hann er flokkur hinnar sósíalistisku bylt-
ingar. í tveggja ára baráttu viö skefjalaust afturhald
hefur hann fengiö eldskírn sína sem heilsteyptur sam-
einingarflokkur íslenzkra sósíalista. í stjórnmálabar-
áttunni standa þannig tvær fylkingar hvor andspæn-
is annari, annarsvegar Sósíalistaflokkurinn, sem er
fulltrúi fyrir hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar, og hinsvegar hið sameinaöa þjóöstjórn-
arafturhald, sem er fulltrúi fyrir hagsmuni örfárra
stóratvinnurekenda og þjónustumanna þeirra. Erjur
þjóðstjórnarflokkanna til að villa á sér heimiidir fyr-
ir kosningar, breyta þar engu um.
Þegar svo er komiö málum, er það augljóst aö sam-
fylking milli Sósíalistaflokksins og forustumanna
þjóöstjórnarflokkanna getur ekki komið til greina.
Hitt er jafnaugljóst, að mikill meirihluti þess fólks,
sem fylgir þjóðstjórnarflokkunum, á að réttu lagi
samleið meö Sósíalistaflokknum. Það er því verkefni
flokksins að finna leiðir til samstarfs við þetta fólk
í hinni 'daglegu hagsmunabaráttu og baráttunni fyr-
ir málstað íslendinga. II. þing Sósíalistaflokksins lýs-
ir því yfir að flokkurinn er reiðubúinn til samstarfs
við öll þau samtök og alla þá einstaklinga meðaí
þjóðarinnar, sem með honum vilja vinna og í næstu
kosningum er hann fús til samvinnu við alla þá,
sem án tillits til mismunandi lífsskoðana vilja leggja
hönd á plóginn til að vinna að ósigri þjóöstjórnar-
afturhaldsins, til þess að greiða götu frjálsu sam-
starfi íslenzkrar alþýðu fyrir hagsmunum sínum og
frjálsu samstarfi íslenzku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði
sínu og almennum framförum.
126