Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 29
færri hendur og vald stórútgerðarmanna yfir bönk-t
um og ríkisvaldi verður traustara og öruggara, jafn-
framt þvi sem tök veröa á því að halda uppi enn
víötækara opinberu mútukerfi en veriö hefur.
Versnandi kjör alþýöunnar.
Á þessu tímabili hafa oröiö gífurlegar veröhækk-
anir á öllum nauðsynjavörum. Kauplagsnefnd hefur
nú loks tekiö rögg á sig og látið gera búreikninga til
að nota sem grundvöll við útreikning verövísitölu og
kemur þá í ljós aö hækkun framleiðslukostnaöar í
Reykjavík er orðinn 42% í nóvember og desember,
en var 41% í október. Er þar meö opinberlega viöur-
kennt, að allt þetta ár hefur kaupgjald veriö ákveðiö
samkvæmt freklega fölsuöum skýrslum. Þó ei fram-
færslukostnaðurinn raunverlega miklu hærri en þessi
vísitala kauplagsnefndar gefur til kynna. Alls hefur
veröhækkun á daglegum neyzluvörum frá því fyrir
stríö til 1. okt. þessa árs oröiö frá 30%—200%. Á
sama tíma hefur kaupið hækkaö mest um 27%. Ekki
hafa verið sparaðar veröhækkanir á innlendum vör-
um, sem ákveönar eru af íslenzkum stjórnarvöldum.
Kjötiö hefur hækkaö um ca. 70%, mjólkin um 50%
og fiskur allt aö 150%. Verulegur hluti þess-
arar veröhækkunar kom til framkvæmda á þessu
sumri. En 1. okt. hækkaöi kaup mest um aöeins
3,3%. Reynslan af kaupþvingunarlögunum er því orð-
in dýrkeypt fyrir íslenzkan verkalýð.
Erfitt er aö gera sér í hugarlund þaö neyöarástand,
sem skapast heföi, ef íslenzkir verkamenn heföu ekki
verið teknir í vinnu hjá innrásarhernum. Hætt var
aö mestu við allar framkvæmdir í hitaveitu Reykja-
víkur, byggingavinna engin, opinberar framkvæmdir,
sem ekki voru bein afleiöing af hertöku landsins,
sama og engar og síldarsöltun sáralítil. Enda voru
117