Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 46
þjóöleg verið. Hún haföi sem stétt lítil afskipti af
og enga forustu í sjálfstæöisbaráttu íslendinga gegn
Dönum. ÞaÖ voru bændur og menntamenn þjóöar-
innar, sem háöu þaö stríö. Fyrir stétt fjármálamann-
anna, stóratvinnurekendanna og heildsalanna, voru
umskiptin 1918 fyrst og fremst í því íólgin aö skipta
um herra og bandamenn í viöureigninni viö alþýðu
íandsins. í staö tengslanna váð danska auðvaldið,
sem rofnuðu meðan stríöið stóð, komu böndin viö
þaö br^zka í stað þess að þjóna dansk-ameríska olíu-
félaginu D. D. P. A., gerðust nokkrir helztu stjórn-
málamenn borgarastéttarinnar nú umboðsmenn
brezkra olíuhringa. í stað viöskipta viö danska banka
og yfirráöa íslandsbanka hér, komu nú risaskuldir
við enska banka og óbein drottnun ensks bankavalds
yfir landinu.
Fyrstu spor burgeisastéttarinnar sem ráöandi stétt-
ar á sjáfstæöisbrautinni voru aö veösetja tolltekjur
landsins. Þau næstu að taka við fyrirskipunum frá
spánska vínauðvaldinu um hvernig haga skyldi inn-
anlandsmálum vorum. Það þurfti því engan aö undra,
þó ekki liöi á löngu áöur en helztu fjármálamenn
landsins væru orðnir handgengnari erlendum bönk-
um, fiskhringum, olíuhringum og öðrum auöfélög-
um en sinni eigin þjóö.
Enda hefur ísland allt frá 1918 fyrst og fremst
verið skoöaö sem brezkt áhrifasvæöi. Sannleikurinn
var sá, aö eftir að England tók okkur 1916 meö því
aö senda hingaö Mr. Cable einn saman, þá hefur
þaö aldrei skilaö okkur aftur. Sambandssamningur-
inn 1918 var — líkt og yfirlýsingin 10. apríl 1940 —
aö vissu leyti undan þess rifjum runninn. Yfirráð
brezka auðmagnsins yfir fjármálum og verzlun ís-
lands hafa haldist síðan — og þaö eru slík yfirráö
sem eru aðalatriðið fyrir ensku auömannastéttina.
Þaö, sem var íslenzku þjóðinni helgur sigur í sjálf-
134