Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 32
ráðsmaður félagsins dregið sér 21 þúsund krónur úr
sjóði þess. Báðir eru þeir Alþýðuflokksmenn.
Hrapalleg vonbrigði munu þetta hafa oröið fyr-
ir þá fylgjendur Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, sem kusu þessa menn í góðri trú í fyrra
til þess að koma lagi á fjárreiður félagsins. En
eins og menn muna tóku þessir flokkar hönd-
um saman síðastliðinn vetur til þess að koma mönn-
um í stjórn Dagsbrúnar, sem óhætt væri aö trúa fyrir
að fara samvizkusamlega meö sjóðina, og skyldi þaö
til sannindamerkis, að allir væru þessir menn brenn-
heitir finnskir ættjarðarvinir og hatursmenn Sovét-
ríkjanna. Fékkst hér enn ein sönnun fyrir því hversu
öruggt er að treysta kosningaloforðum Alþýðuflokks-
ins og íhaldsflokksins.
Þó eru þetta smámunir borið saman við ýms önn-
ur fjármálaafrek þeirra Alþýðuflokksmanna. Þeir
hafa sölsað undir sig 1000—2000 krónur á viku af fé
því sem Dagsbrún bar> fyrir að annast útborgun
vinnulauna fyrir brezka setuliðið. Og þeir þafa selt
sjálfum sér Iðnó, hús verkalýðsfélaganna 1 Reykja-
vík, fyrir 130 þús. krónur, en lægsta hugsanlega sölu-
verð hússins á frjálsum markaði er 230—250 þús.
krónur. Þannig hafa þeir á “löglegan” hátt dregið
sér 100—150 þús. krónur af eignum verklýðsfélag-
anna.
Verðmætustu eign verklýðsfélaganna, Alþýðubrauð-
gerðina í Reykjavík, hafa þeir lagt undir sig á svip-
aöan hátt. Þó eru verklýðsfélögin látin eiga hlut í
henni til málamynda.
Sameining verkaiýðsféiaganna á lýðræðisgrundvelii,
Baráttan fyrir, lýðræði i verkalýðshreyfingunni og'
sameining verkalýðsfélaganna á þeim grundvelli í eitt
landssamband, hefur nú loks borið þann árangur að
þing Alþýðusambandsins, sem kom saman í Reykja-
120