Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 52
reyna vörn sökum vopnleysis og ofureflis. En forsaefc-
isráðherrann bauð þjóðinni að taka þeim sem “gesfc-
um”. Blaö utanríkismálaráðherrans kvað þá komna
sem “vini” og lýsfci því yfir, að það stæði með hinum
“brezka málstað”. Og Jónas frá Hriflu kvaö nú upp
úr með þaö, að eina sjálfstæðiö, sem ísland ætti völ
á, væri það að vera undir brezkri vemd. Aðrir meðál
burgeisanna lýstu sig þó hlyntari Bandarikjaauðvald-
inu og yfirráðum þess hér, Og jafnvel er yfirvöM
Bandaríkjanna létu uppi að þau myndu innlima ís-
land í varnarkerfi Bandaríkjaauðvaldsins, þá sagöi
Morgunblaðið það eitt að bezt væri að hafa hér öflug-
ar hervarnir, ef hervarnir væru á annað borð.
Þá ber þess að geta að ensk yfirvöld tryggðu hinni
íslenzku yfirstétt vaxandi gróða eftir hertökuna.
Milljónagróðinn af ísfiskssölunni valt inn í landið. En
isfiskurinn, sem íslenzku útgerðarmennimir seldu var
ein af þeim alfáu vörum, sem ekkert hámarksverö
var á sett, en tollur á honum var hinsvegar í brott
felldur. Þarf ekki að þekkja enska utanríkispólitík
mikið til að/Sjá sambandið á milli gróðans á ísfisk- ^
inum í skjóli ensku stjórnarinnar og þægðar millj-
ónamæringanna á íslandi við hið erlenda hervald, er
tekið hafði landið herskildi.
Blöö burgeisastéttarinnar ólu á andvaraleysinu um #
framtíðina, reyndu að svæfa meðvitund þjóðarinnar
um hætturnar, sem yfir vofðu, og sýndu gagnvart yf-
irtroðslum hervaldsins auðmýkt og undirlægjuhátt.
Greinilegast kom þetta í ljós, er þeir Signrður Finn-
bogason og Þórhallur Pálsson í ágústmánuði voru
saklausir teknir höndum — og ekkert borgarablað-
anna mótmælti. Þjóöviljinn einn hélt uppi málstað
Islendinganna gegn brezka hervaldinu. Þá fyrst er Is-
lendingarnir höfðu veriö fluttir af landi burt og al-
menn reiði greip fólkið, mótmælti stjórnin og blöð
hennar nema Alþýðublaðið. Svo langt gengu stjóm-
140