Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 4
ENDURSKOÐUNARNEFND I ágúst 1971 skipaði Magnús Kjartansson, þáverandi tryggingaráðherra, nefnd til þess að endurskoða allt tryggingakerfið. Formað- ur nefndarinnar er Geir Gunnarsson alþing- ismaður. Auk hans hafa frá upphafi verið í nefndinni, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Adda Bára Sigfúsdóttir, sem var aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, Halldór S. Magn- ússon viðskiptafræðingur og Tómas Karls- son ritstjóri. I þessari nefnd áttu þannig sæti, ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins og fulltrúar þeirra flokka sem stóðu að myndun ríkisstjórnarninar, enda var nefndin skipuð til þess að vinna að fram- kvæmd ákvæða stjórnarsáttmálans um trygg- ingamál. Nefndin samdi fyrsta lagafrumvarp sitt haustið 1971 og náði það samþykki Alþing- is fyrir lok þess árs. Að þeim áfanga loknum þótti rétt að bæta í nefndina mönnum frá stjórnarandstöðuflokkunum og í ársbyrjun 1972 tóku þeir Sigurður Ingimundarson, forstjóri Tryggingarstofnunarinnar og Oddur Olafsson alþingismaður sæti í nefndinni. LAGABREYTINGAR 1971 — HÆKKUN TEKJUTRYGGINGAR — AFNÁM NEFSKATTA Með lagabreytingunni í árslok 1971 var upphæð tekjutryggingar hækkuð allverulega eða úr kr. 7.000,00 í kr. 10.000,00 á mán- uði, í samræmi við þá stefnu stjórnarinnar að bæta fyrst og fremst kjör þeirra sem ekki hafa annað en tryggingabætur sér til fram- færis. Með sömu lögum voru ennfremur felld niður öll persónugjöld manna til trygging- anna, bæði iðgjöld vegna lífeyristrygginga (elli- og örorkulífeyris) og sjúkrasamlaga. Sömuleiðis voru felld niður iðgjöld sveitar- félaga til lífeyristrygginga, en þau námu 18% af kostnaðinum. Persónuiðgjöldin voru 32% kostnaðarins. Þessi tvö atriði voru þær breytingar sem skiptu mestu máli fjárhagslega. Hér tók ríkið á sig verulega hækkuð útgjöld vegna hækkunar tekjutryggingar og enn stærri fjár- hæð vegna greiðslu á þeim hluta sem sveit- arfélög og einstaklingar áður báru. FRAMFÆRENDUR HEIMILA Önnur atriði lagabreytingarinnar voru fyrst og fremst lagfæring á réttarstöðu ýmissa hópa. Ymsar lagfæringar voru gerð- ar í samræmi við þá staðreynd, að konur eru engu að síður en karlar framfærendur heimila og því ber að bæta þeim sjálfum, börnum þeirra og eiginmönnum eftir föng- um það fjárhagstjón sem heimilið bíður ef húsmóðirin verður óvinnufær vegna veikinda eði deyr. Áður höfðu bætur vegna veikinda eða fráfalls eiginkonu verið ýmsum takmörk- unum háðar og í sumum tilvikum engar. Sú breyting var gerð á ákvæðum um barnalífeyri að hann er nú greiddur ef ann- að hvort hjóna er látið eða öryrki. Séu báðir foreldrar látnir eða öryrkjar er greiddur tvö- faldur lífeyrir. Áður var greiðsla lífeyris vegna örorku móður, verulegum takmörkun- um háð, og sama hafði raunar gilt ef móðir var látin, þar til breyting var gerð á lög- unum í apríl 1971 (en þau ákvæði tóku gildi 1. jan. 1972). Þá var sett inn það nýmæli að nú er heimilt að greiða lífeyri með barni, sem ekki tekst að feðra. Með umsókn um lífeyri fyrir þau börn, skulu fylgja skjöl um fað- ernismálið. Ákvæðum laganna um bætur til ekkna var einnig breytt til samræmis við áðurnefnd 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.