Réttur


Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 46

Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 46
i framboSið í Reykjavík á móti vilja hægri foringj- anna og skyldi nú vinstri stefna verða ofan á i Alþýðuflokknum. Jón Blöndal, sem var einn af vinstri leiðtogunum, sagði um þessar mundir við mig: ,,Ég held að héðan af muni Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn ætíð vera saman í ríkis- stjórn, — ekki vegna þess að þeim þyki svo vænt hvor um annan, heldur vegna hins að hvorugur þeirra muni þora að vera þar án hins.' '— Einlæg- ustu menn Alþýðuflokksins voru farnir að læra ýmislegt. I Alþýðusambandinu hélt samvinna áfram. TÆKIFÆRINU SLEPPT En Alþýðuflokknum auðnaðist ekki, þrátt fyrir þá þá möguleika, sem honum bárust upp í hendur, að hagnýta þá. Þegar auðvald Bandarikjanna byrjar eftir stríð að ala á andkommúnisma og heimta á ný herstöðvar, falla hægri foringjarnir strax fyrir freistingunni og halda tökum á flokknum. Vinstri þingmenn flokksins, þeir Hanniþal og Gylfi, standa sig vel til að byrja með, bæði 1946 gegn Keflavík- ursamningnum og 1949 gegn inngöngunni í Atlants- hafsbandalagið, enda fjöldahreyfing gegn hvor- tveggja afar víðtæk og sterk. En þegar kemur að hernáminu 1951 og þeir gátu einungis treyst á sjálfa sig á leynifundi þingflokksins, þá bognuðu báðir og samþykktu hernámið. — Hannibal skýrði þá uppgjöf hreinskilnislega síðar (1956 á fundi í Hafnarfirði) á þessa leið: ,,Það er best að segja hvern hlut eins og hann er: Þá var ég of talhlýð- inn við Alþýðuflokkinn." Alþýðuflokkurinn hafði myndað ríkisstjórn, sem sat 1947 til 1950. Sú stjórn hóf þær aðgerðir, er gerðu íslenskt efnahagslíf undirorpið yfirdrottnun bandarískra aðila — en er að því kom að lækka gengið stórum 1950 og koma á atvinnuleysi, neit- aði þó Stefán Jóhann, formaður flokksins, að vera með og „helmingask ptastjórnin" tók við. En allan þennan tima 1948 til 1954 vann Alþýðuflokkurinn með borgaraflokkunum tveimur í verklýðsfélögunum gegn sósíalistum í einhverjum hörðustu kosninga- átökum, sem orðið hafa i verkalýðsfélögunum. — Andkommúnisminn var sem ólæknandi sýki í viss- um aðilum. Sósíalistaflokkurinn hélt áfram allan þennan tíma að skipuleggja jafnt þaráttu verkalýðsins (verk- föllin 1947, 1949, 1951) sem og þjóðfrelsisbaráttuna og 1949 kom einn af h'num gömlu vinstri leið- togum Alþýðuflokksins til liðs við hann: Finnbogi R. Valdimarsson. Það voru margir, sem veitt höfðu Alþýðuflokknum lið 1946 í trúnni á einlægni hans í baráttu gegn hernaðarstefnu og herstöðvum, sem nú sneru baki við honum. I þingkosningunum 1949 minnkaði fylgi Alþýðuflokksins á ný, úr 17,3% niður í 16,5 — og í stað 9 þingmanna fékk hann nú 7. Og upp úr þessu fór hlutfallsfylgi flokksins sífellt minkandi. Tækifærið, sem honum bauðst til að bæta upp skissuna, er hann gerði 1936, hafði ekki verið notað. BROTTREKSTRAR OG UNDIRGEFNIN ENN Síðasta vinstri uppre'sn, sem enn fara sögur af í Alþýðuflokknum, var gerð 1952: Hannibal Valdi- marsson var kosinn formaður. Neituðu þá all- margir hægri menn að vera með honum í mið- stjórn. Hannibal tókst þó ekki vel að halda saman vinstri miðstjórn og var ekki endurkosinn 1954. En þá um haustið gekk hann til liðs við sósíalista á Alþýðusambandsþingi og tók sú samfylking þar meirihluta. Hófust síðan — eftr verkfallssigurinn 1955 og upplausn stjórnarsamstarfs Ihalds og Fram- sóknar — að frumkvæði Alþýðusambandsstjórnar viðræður um samfylkingu vinstri flokkanna, sem enduðu þannig að enn einu sinni rak hægri mic5- stjórn Alþýðuflokksins nokkra af aðalmönnum flokksins úr honum (Hannibal, Alfreð o. fl.) fyrir það að berjast fyrir einingu. Var Alþýðubanda- lagið nú stofnað vorið 1956, svo þeir brottreknu ættu kost á framboðum og þingsætum við hlið Sósíalistaflokksins.7* Brottrekstrar þeir, sem hægri öfl Alþýðuflokks- ins stóðu að enn einu sinni, leiddu sem fyrr til þess að gera Alþýðuflokkinn undirgefinn öðrum flokki. Og nú var það Framsókn, sem náði hinum gömlu tökum á flokknum, og ætlaði að nota þau út i ystu æsar. Það féll í hlut Gylfa Þ. Gíslasonar að búa ásamt Eysteini Jónssyni út tvöfalda áætlun: Aðra um raunverulegan samruna þessara flokka, — hina um að samsteypa sú tæki sér með misnotkun á kjördæmaskipuninni meirihluta á Alþingi með minn'hluta kjósenda. Kváðu þessir tveir flokkar slíkt vera alveg framúrskarandi lýðræðislegt, þeir 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.