Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 62
ERLEND
VÍÐSJÁ 1111
V estur-Þýskaland
í Vestur-Þýskalandi eykst atvinnuleysiS
hröðum skrefum. Bonn-stjórnin lýsti yfir að
tala atvinnuleysingja verði í vetur um ein
nv’ljón. Legst það ekki síður á hinar mennt-
uðu starfsstéttir en almennan verkalýð. Þann-
ig hefur síðan í ársbyrjun 1973 þriðjungur
allra, er hjá arkitekmm unnu, misst vinnuna
og helmingur allra arkitektafyrirtækja lands-
ins, en þau eru 24000, er á barmi gjaldþrots.
Mikill fjöldi arkitekta gengur atvinnulaus.
Þúsundir íbúðarhúsa standa auð. Hvert bygg-
ingarfyrirtækið á fætur öðru verður gjald-
þrota. — I bílaiðnaðinum er algert b.run,
stöðvun framleiðslu og atvinnuleysi eða
þriggja daga vinnuvika þar færist í vöxt.
Jafnt í ríkisstjórninni sem í verklýðssam-
tökum og hjá atvinnurekendum ræða menn
nú hvort skeið „markaðsskipulagsins" sé á
enda runnið. Gerir þýska tímaritið „Der
Spiegel" þann möguleika að höfuðumræðu-
efni þann 2. des sl. Tilfærir ritið mörg um-
mæli jafnt stóratvinnurekenda sem verklýðs-
leiðtoga, sem öll hníga í þá átt að hið
„frjálsa" markaðskerfi — þ.e. skipulagsleysi
auðvaldsþjóðfélagsins, — sé að hrynja og
annað hvort verði að grípa til sósíalistískra
ráðstafana eða þá fasistískrar skipulagningar
með þeirri kúgun, sem það býr alþýðu
manna. —
Þegar þannig er í auðugasta ríki Evrópu-
bandalagsins, þá má nærri geta hver hætta
er í hinum.
Arabaauður og
vesturþýsk fyrirtæki
Sífelt fjölgar fréttunum um að olíuauður
Arabalandá og Irans sé notaður til þess að
ná ítökum í stórfyrirtækjum Evrópu. Nokkuð
er nú síðan Iranskeisari keypti 25% hluta-
bréfa í Krupp-félaginu vesturþýska og fær
þar með neitunarvald í því. Nýlega bárust
fréttir um stórlán, sem Frakkland tekur hjá
Irak, en jafnhliða taka frönsk fyrirtæki að
reisa ýmsar verksmiðjur og fleira í Irak sem
og víðar hjá Aröbum.
Um mánaðamótin nóv.-des. seldi svo
hópur, sem á 15% hlutafjár í fyrirtækinu
Daimler-Benz í Stuttgart, sem framleiðir m.a.
Mercedes Benz, arabiskum kaupendum hluta-
bréf sín. En giskað er á að það séu Araba-
auðmenn í Kuweit, sem keyptu, en gæti
þó eins verið fursti í Saudi-Arabíu eða keis-
arinn í Iran.
Þeir blanda nú blóði — eða réttara sagt
hlutafé — í æ ríkara mæli: auðmenn Evrópu
og einvaldar Austurlanda. Evrópskir „kaup-
menn dauðans" selja nú æ meir af vopnum
til olíufurstanna þar eystra, sem þeir munu
eigi aðeins nota gegn Israel, heldur og gegn
alþýðu eigin landa, er hún tekur að rísa upp.
254