Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 8
fram í sjúkrahúsi. Fyrir sjúkling í sjúkra- húsi eru hins vegar allar rannsóknir greidd- ar að fullu af sjúkrasamlagi. Lagfæring á þessu atriði var því fyrir löngu orðin tíma- bær. EINSTÆÐIFt FEÐUR í þessum lögum fólst einnig bætt réttar- staða fyrir einstæðan föður, sem annast upp- eldi barns síns og hefur fengið úrskurð um meðlagsgreiðslu frá móður barnsins. Hann getur nú snúið sér til Tryggingarstofnunar- innar með meðlagsúrskurð og fengið með- lagið greitt hjá stofnuninni á sama hátt og fráskilin kona. TAKMÖRKUN FJÖLSKYLDUBÓTA Til þess að standa straum af kostnaði vegna aukinna greiðslna til þeirra sem njóta tekjutryggingar og útgjaida vegna tannlækn- inga og röntgenrannsókna var ákveðið að draga úr fjölskyldubótum, þannig að nú er aðeins greitt með jíeim börnum sem eru um- fram eitt í fjölskyldu. Sú undantekning er þó gerð að greitt er með öllum börnum í fjölskyldu ef brúttó- tekjur framfæranda eru undir kr. 700 þús. eða börnin í fjölskyldunni fleiri en fjögur. BÆTUR OG FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR Réttlát lög um það hverjir skulu njóta bóta almannatrygginga og hvað skuli greitt vegna heilsugæslu og lækninga er ekki nema annar meginþátturinn í góðu tryggingakerfi. Hitt höfuðatrið.'ð er kaupmáttur þeirra bóta sem greiddar eru. Lengst af hafa bætur hækkað seint og óreglulega, oft löngu eftir að almennar kaup- hækkanir höfðu átt sér stað. Það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1972 að gildi tók það ákvæði að ráðherra væri skylt að breyta bóta- upphæðinni til samræmis við hækkanir á verkamannakaupi innan 6 mánaða frá því að kauphækkunin átti sér stað. Ráðherra Al- þýðubandalagsins framkvæmdi þetta ákvæði þannig að almennar lífeyrisbæmr voru alltaf hækkaðar í næsta mánuði eftir að verka- mannakaup hafði hækkað. Þessi framkvæmd og þær lagabreytingar sem hér hafa verið raktar, ollu því að á stjórnartímabili vinstri stjórnarinnar, hækkaði aimennur ellilífeyrir um 149%, og lífeyrir þeirra sem engar aðrar tekjur hafa, hækkaði um 285%, en á sama tíma hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 56%. Meðfylgjandi tafla sýnir þessa þróun. Vísitala Lífeyrir framfærslu- Lífeyrir með fullri Dagsetningar kostnaður kr. tekjutr. Kr. 1. maí 1971 155 4.800 l.ág. 1971 155 5.880 7.000 1. jan. 1972 156 6.465 10.000 1. júlí 1972 170 7.244 11.200 1. apríl 1973 183 8.113 12.544 1. júlí 1973 201 8.535 13.196 1. okt. 1973 210 9.133 14.120 1. jan. 1974 226 9.772 15.108 1. apríl 1974 242 12.215 18.886 AÐ ÞEKKJA RÉTT SINN Ekki er liægt að ljúka svo greinargerð um þróun almannatrygginga undir stjórn Al- þýðubandalagsins, að ekki sé minnst á fé- lagsmála og upplýsingadeild Trygginga- stofnunarinnar, en sú deild var stofnuð með sérstakri reglugerð í ársbyrjun 1973. Oft hefur verulega skort á að stofnunin gerði nóg til að kynna fólki rétt sinn, en á því hefur nú orðið veruleg breyting til batnaðar. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.