Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 41
jafnt komúnistar sem kratar hefðu sína sjálfstæðu flokka og verklýðsfélögin sitt óháða verklýðssam- band, en öll væri hreyfingin út á v'.ð svipuð heild og t.d. Labour Party í Bretlandi, ef Kommúnista- flokkur Bretlands hefði verið í því. Þessu höfnuðu hægri foringjar Alþýðuflokksins algerlega. Ekki er mér kunnugt um hvort ágreiningur hefur verið hjá þe'm um þetta, en trúað gæti ég því. Og ekki verður heldur neitt sannað um að Jónas frá Hriflu hafi verið með þeim í ráðum, en grunur minn er sá að Tryggvi Þórhallsson hafði verið á þeirri skoð- un að semja bæri við okkur kommúnistana, en hitt varð strax bert, að Jónas var ákveðinn í að berja flokk vorn n'ður með öllu móti. — Með neitun á einingartillögu K.F.f. og samþykkt lagabreytinganna um einræði krata í Alþýðusambandinu var ANNAÐ örlagarika klofningsverkið unnið af hálfu hægri- manna og þvi fylgt eftir af þeirra hálfu með því að kljúfa verklýðsfélög, þar sem við höfðum meirihluta. Á HÁTINDI FJÖLDAFYLGIS Eftir að holskefla heimskreppunnar skellur inn yfir Island og samvinnuslit urðu við Framsókn, tekur að risa upp nýr vinstri armur innan Alþýðuflokks- ins, sem, eins og kommúnistarnir, vill sjálfstæði gagnvart Framsókn og sósíalistíska stefnu. Við þingkosningarnar 1934 gefur Alþýðuflokkur- inn út ,,4 ára áætlun" sem aðalmál sitt, markmið hennar: „útrýma með öllu atvinnuleysinu og af- leiðingum kreppunnar." I krafti þessarar stefnu- skrár og nýtísku blaðamennsku í þjónustu áróð- ursins, — Finnbogi R. Valdimarsson hafði tekið við Alþýðublaðinu og bylt þar um, — vinnur flokk- ur'nn mesta kosningasigur sögu sinnar, fær 11269 atkvæði (21,7% kjósenda) og er jafnsterkur Fram- sókn að atkvæðatölu (Fr. 11377), en þingmenn Al- þýðuflokksins verða 10, en Framsóknar 15! — Þetta er mikil breyting frá kosningunum 1933, styrkþegar höfðu nú fengið kosningarétt, kosninga- aldur verið færður niður í 21 ár og landkjöri með 11 uppbótarþingmönnum komið á. Við kosningarnar 1933 hafði Alþýðuflokkurinn fengið 6864 atkvæði — og það var þá 19,2%, en aðeins 4 þingmenn. K.F.I hafði þá fengið 2873 atkv. eða 7,5%, en eng- an þingmann. Við kosningarnar 1934 hjálpaði það Alþýðuflokknum að K.F.I. átti þá í „þarnasjúkdóm- um" einangrunarstefnunnar, fékk samt 3096 atkv. og 6%, en engan þingmann. Eftir kosningarnar er „stjórn hinna vinnandi stétta" mynduð, Alþýðuflokkurinn fer i fyrsta sinn í rikisstjórn. Á flokksþinginu í nóvember 1934 (12. þingi A.S.I.) er markið sett hátt, rönd skal reist við kreppu og fasisma, auðvaldsskipulaginu sjálfu er sagt stríð á hendur og því hótað harðfylginu mikla. I ávarpi þingsins til íslenskrar alþýðu segir m.a. SVO: „Hver er orsök þess, að alþýða hálfrar Evrópu hefur orðið ofbeldis- og e'nræðisstefnu auðvaldsins að bráð, jafnvel í þeim löndum, þar sem lýðræðis- og jafnaðarmannaflokkar höfðu sameiginlega farið með völdin? Því að jafnaðarmenn hafa hvergi haft einir þingmeirihluta. Hún er sú, að þeim lýðræð's- og jafnaðarmanna- stjórnum láðist, meðan þær sátu að völdum, að neyta valdsins, sem hinar vinnandi stéttir höfðu með atkvæðum sínum fengið þeim í hendur, til þess að koma á fullkomnu lýðræði, einnig í at- vinnulifi þjóðanna, létu undir höfuð leggjast að taka að sér stjórn atvinnumálanna, framkvæma sk'pulagningu þeirra með hagsmuni alþýðunnar fyrir augum og brjóta þannig á bak aftur einræði auðvaldsins yfir framleiðslutækjunum. Þær van- ræktu að ráðast á sjálfa orsök atvinnuleys'sins, auðvaldsskipulagið sjálft, og gátu þess vegna ekki leyst það hlutverk ,sem hinar vinnandi stéttir höfðu fyrst og fremst falið þeim: að vinna bug á atvinnuleysinu. Þær m'sstu þessvegna traust vinnustéttanna og með þvi hið pólitíska vald, og aðstöðu til að verjast árásum og ofbeldi auðvalds- ins.“ Og það var heldur ekki töluð nein tæpitunga um hlutverk hinnar nýju stjórnar í ávarpinu: „Fyrir tilstyrk hinna vinnandi stétta, alþýðunnar til sjávar og sveita, hafa völdin verið tekin af herrum auðvaldsskipulagsins íslenska. Og hún vill að völdunum sé beitt gegn þeim. Henni er orðið það Ijóst, að hún á nú fyrir höndum úrslitabaráttu fyr r atvinnu sinni, frelsi og lífi og vill berjast til þrautar undir forustu Alþýðuflokksins. Hún skilur, að ef hún bíður ósigur I þessari baráttu, vofir yfir henni ekki aðeins atvinnuleysi og örbirgð, heldur elnnig kúgun um ófyrirsjáanlegan tíma. — Hún veit, að ef sleppt er þvi tækifæri, sem nú er fyrir hendi, meðan stjórn lýðræðisflokkanna fer með völdin í landinu, til þess að koma nú þegar nýju 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.