Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 43
ÖRLAGARÍKUSTU MISTÖKIN Kommúnistaflokkurinn hafði 1935 að fullu yfir- unnið barnasjúkdóma sína og tók nú upp víðfeðma samfylkingarstefnu og vildi koma á nánu samstarfi við Alþýðuflokkinn. Á flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1936 voru Framsóknarflokknum settir úrslitakostir um „upp- gjör Kveldúlfs" o. fl. („þriggja mánaða víxillinn"). Vinstri armurinn var raunverulega ofan á í flokkn- um (Héðinn, Sigfús, Finnbogi, Vilmundur o.fl.). Finnbogi hafði úrslitaáhrif á þessu þingi að sögn Héðins,4) sem sjálfur kom ekki fyrr en á síðasta degi á þingið. Grunur minn er sá að Finnbogi hafi með baktjaldamakki fengið hægri mennina til þess að samþykkja „þriggja mánaða víxilinn" gegn þvi að um leið yrði samþykkt i stjórnmálaályktuninni að hafna „eindregið og í eitt skipti fyrir öll öllum samfylkingar- og samninga-tilboðum Kommúnista- flokks Islands" eins og það var orðað. Einmitt nú þegar allt var í húfi fyrir alþýðuna og möguleikarnr mestir að sameina hana, var slegið á útrétta hönd kommúnistanna og öllu samstarfi hafnað. Og „herfræðilega" séð var þetta eins vit- laust frá sjónarmiði Alþýðuflokksins og hægt var: að óska eftir stríði á tveim vígstöðvum, þegar hægt var að einbeita aflinu á einar. Hinn sjúklegi andkommúnismi í Alþýðuflokknum hafði nú í ÞRIÐJA SINN valdið sundrungu alþýð- unnar. Þessi örlagaríka afstaða varð upphafið að hnign- un Alþýðuflokksins. Dómfelling íslenskrar alþýðu lét ekki á sér standa: I þingkosningunum 1937 vinnur Kommúnistaflokk- urinn mikinn sigur, fær í fyrsta sinn fulltrúa á Al- þingi: 3 þingmenn (4932 atkv. 8,5%), en Alþýðu- flokkurinn missir 2 þingmenn, fær 8 þm. (11084 atkv., 19%). K.F.I. hafði háð kosningabaráttuna fyrst og fremst sem samfylk’ngarbaráttu gegn fas- ismanum, fyrir vinstri meirihluta á Alþingi. Komm- únistaflokkurinn hafði sýnt sig sem skynsamari og ábyrgari forusta fyrir verkalýðnum i baráttu hans en Alþýðuflokkurinn — og hlaut vaxandi traust fyrir. Nú var sem hægri öflin í Alþýðuflokknum misstu allt taumhald á sér. Sjúklegt hatur á kommúnist- um réð öllum misgerðum þeirra. Þegar Héðinn Valdimarsson, varaformaður Al- þýðuflokksins, dregur réttar ályktanir af ósigrinum og tekur upp þaráttu fyrir einingu, svarar hægri armurinn með því að lokum að reka hann og sjálft Jafnaðarmannafélag Reykjavikur, stærsta flokks- félagið, úr flokknum, — 7 miðstjórnarmenn reka 7001 Með þessari örlagaríkustu klofningsaðgerð hinna ofstækisfullu hægri manna í Alþýðuflokknum eru framtiðarörlög flokksins ráðin. Andkommúnisminn er sem álög á honum. Eftir þetta verður sá Sósí- alistaflokkur, sem KFl og vinstri armur Alþýðu- flokksins myndar, ætíð stærri flokkur en Alþýðu- flokkurinn. ÚT í ÞJÓÐSTJÓRNARFENIÐ Þessar klofningsaðgerðir hægri foringjanna hröktu þá enn lengra í afturhaldsátt. Þeir leituðu aðstoðar borgaraflokkanna og urðu þeim háðari, svo og að þvi er virtist dönsku sósíaldemókröt- unum. Alþýðuflokkurinn fer í þjóðstjórnina vorið 1939, þrátt fyrir að meirihluti flokksstjórnar væri á móti því, — þingflokkurinn var foringjanum þæg- ari.r,) Og rétt á eftir er beitt einu gerræðinu enn: Byggingafélag alþýðu, er byggt hafði gömlu verka- mannabústaðina við Hringbraut, var undir forustu Héðins og hélt áfram að vera það. Átti það nú sumarið 1939 að hefjast handa með byggingar nýrra verkamannabústaða, — á þeim slóðum, sem Austurbæjarbíó er nú. En þá gefur ráðherra Al- þýðuflokksins út bráðabirgðalög, til þess að hindra starfsemi félagsins og stofnar siðan nýtt félag, sem fær aðstoð ríkisins til að byggja. Jafnvel sum- um ihaldsmönnum hraus hugur við að samþykkja þessi gerræðislög á næsta þingi, svo augljós var h'n pólitíska misnotkun valdsins. En ofsóknaræðið gegn sósíalistum sameinaði þó alia hersinguna þrátt fyrir öll samviskunnar mótmæli! Ekki tók betra við, ef litið var á sjálfstæðismál þjóðarinnar: Alþýðuflokkurinn hafði á flokksþingi sinu 1938 samþykkt stefnuskrá, sem var með örfáum undan- tekningum að heita má orðrétt hin sama og Sósial- istaflokksins. (Var það samkvæmt breytingartillögu Vilmundar Jónssonar, er vildi með þessu reyna að ná ýmsum róttækum fulltrúum frá fylgi við Héðinn og samein'ngu við K.F.I.). I þessari stefnuskrá var m.a. ákvæði um að stofna lýðveldi á Islandi þegar gildistími sambandslagasáttmálans rynni út. 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.