Réttur


Réttur - 01.10.1974, Page 43

Réttur - 01.10.1974, Page 43
ÖRLAGARÍKUSTU MISTÖKIN Kommúnistaflokkurinn hafði 1935 að fullu yfir- unnið barnasjúkdóma sína og tók nú upp víðfeðma samfylkingarstefnu og vildi koma á nánu samstarfi við Alþýðuflokkinn. Á flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1936 voru Framsóknarflokknum settir úrslitakostir um „upp- gjör Kveldúlfs" o. fl. („þriggja mánaða víxillinn"). Vinstri armurinn var raunverulega ofan á í flokkn- um (Héðinn, Sigfús, Finnbogi, Vilmundur o.fl.). Finnbogi hafði úrslitaáhrif á þessu þingi að sögn Héðins,4) sem sjálfur kom ekki fyrr en á síðasta degi á þingið. Grunur minn er sá að Finnbogi hafi með baktjaldamakki fengið hægri mennina til þess að samþykkja „þriggja mánaða víxilinn" gegn þvi að um leið yrði samþykkt i stjórnmálaályktuninni að hafna „eindregið og í eitt skipti fyrir öll öllum samfylkingar- og samninga-tilboðum Kommúnista- flokks Islands" eins og það var orðað. Einmitt nú þegar allt var í húfi fyrir alþýðuna og möguleikarnr mestir að sameina hana, var slegið á útrétta hönd kommúnistanna og öllu samstarfi hafnað. Og „herfræðilega" séð var þetta eins vit- laust frá sjónarmiði Alþýðuflokksins og hægt var: að óska eftir stríði á tveim vígstöðvum, þegar hægt var að einbeita aflinu á einar. Hinn sjúklegi andkommúnismi í Alþýðuflokknum hafði nú í ÞRIÐJA SINN valdið sundrungu alþýð- unnar. Þessi örlagaríka afstaða varð upphafið að hnign- un Alþýðuflokksins. Dómfelling íslenskrar alþýðu lét ekki á sér standa: I þingkosningunum 1937 vinnur Kommúnistaflokk- urinn mikinn sigur, fær í fyrsta sinn fulltrúa á Al- þingi: 3 þingmenn (4932 atkv. 8,5%), en Alþýðu- flokkurinn missir 2 þingmenn, fær 8 þm. (11084 atkv., 19%). K.F.I. hafði háð kosningabaráttuna fyrst og fremst sem samfylk’ngarbaráttu gegn fas- ismanum, fyrir vinstri meirihluta á Alþingi. Komm- únistaflokkurinn hafði sýnt sig sem skynsamari og ábyrgari forusta fyrir verkalýðnum i baráttu hans en Alþýðuflokkurinn — og hlaut vaxandi traust fyrir. Nú var sem hægri öflin í Alþýðuflokknum misstu allt taumhald á sér. Sjúklegt hatur á kommúnist- um réð öllum misgerðum þeirra. Þegar Héðinn Valdimarsson, varaformaður Al- þýðuflokksins, dregur réttar ályktanir af ósigrinum og tekur upp þaráttu fyrir einingu, svarar hægri armurinn með því að lokum að reka hann og sjálft Jafnaðarmannafélag Reykjavikur, stærsta flokks- félagið, úr flokknum, — 7 miðstjórnarmenn reka 7001 Með þessari örlagaríkustu klofningsaðgerð hinna ofstækisfullu hægri manna í Alþýðuflokknum eru framtiðarörlög flokksins ráðin. Andkommúnisminn er sem álög á honum. Eftir þetta verður sá Sósí- alistaflokkur, sem KFl og vinstri armur Alþýðu- flokksins myndar, ætíð stærri flokkur en Alþýðu- flokkurinn. ÚT í ÞJÓÐSTJÓRNARFENIÐ Þessar klofningsaðgerðir hægri foringjanna hröktu þá enn lengra í afturhaldsátt. Þeir leituðu aðstoðar borgaraflokkanna og urðu þeim háðari, svo og að þvi er virtist dönsku sósíaldemókröt- unum. Alþýðuflokkurinn fer í þjóðstjórnina vorið 1939, þrátt fyrir að meirihluti flokksstjórnar væri á móti því, — þingflokkurinn var foringjanum þæg- ari.r,) Og rétt á eftir er beitt einu gerræðinu enn: Byggingafélag alþýðu, er byggt hafði gömlu verka- mannabústaðina við Hringbraut, var undir forustu Héðins og hélt áfram að vera það. Átti það nú sumarið 1939 að hefjast handa með byggingar nýrra verkamannabústaða, — á þeim slóðum, sem Austurbæjarbíó er nú. En þá gefur ráðherra Al- þýðuflokksins út bráðabirgðalög, til þess að hindra starfsemi félagsins og stofnar siðan nýtt félag, sem fær aðstoð ríkisins til að byggja. Jafnvel sum- um ihaldsmönnum hraus hugur við að samþykkja þessi gerræðislög á næsta þingi, svo augljós var h'n pólitíska misnotkun valdsins. En ofsóknaræðið gegn sósíalistum sameinaði þó alia hersinguna þrátt fyrir öll samviskunnar mótmæli! Ekki tók betra við, ef litið var á sjálfstæðismál þjóðarinnar: Alþýðuflokkurinn hafði á flokksþingi sinu 1938 samþykkt stefnuskrá, sem var með örfáum undan- tekningum að heita má orðrétt hin sama og Sósial- istaflokksins. (Var það samkvæmt breytingartillögu Vilmundar Jónssonar, er vildi með þessu reyna að ná ýmsum róttækum fulltrúum frá fylgi við Héðinn og samein'ngu við K.F.I.). I þessari stefnuskrá var m.a. ákvæði um að stofna lýðveldi á Islandi þegar gildistími sambandslagasáttmálans rynni út. 235

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.