Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 48
Og enn kom kjördæmamálið til skjalanna, til
að knýja fram samstarf verklýðs og borgarastéttar.
Eftlr hneykslisaðfarir „Hræðslubandalagsins"
1956 hafði Alþýðubandalagið krafist endurskoð-
unar kjördæmaskipulagsins og ákvæði þar um
verið sett inn í stjórnarsamninginn. Þegar við
Hannibal fórum af fundi við þá Hermann og Ey-
stein, þegar afráðið var að reyna myndun vinstri
stjórnar í júlí 1956, sögðum við við þá síðastra
orða: Knýið þið nú ekki verklýðshreyfinguna í
þriðja sk'pti á 30 árum til að hafa samvinnu við
Ihaldið um kjördæmamálið.
En auðvitað sveik Framsókn, sleit stjórnarsam-
vinnunni án þess að nokkuð væri í málinu gert.
Og 1959 varð verkalýðurinn enn einu sinni að leysa
það mál í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn .
En að loknum tvennum þingkosningum til að
breyta stjórnarskránni 1959, hafði Alþýðuflokks-
forustan ánetjast Ihaldinu svo að við tók 12 ára
..viðreisnarstjórn" þessara tveggja flokka. Og nú
var sá Gylfi Þ., er til valda komst í Alþýðuflokkn-
um sem vinstri foringi til þaráttu gegn herstöðvum
og launakúgun, kominn svo langt til hægri við þá
hægri Alþýðuflokksforingja, er hann hrakti burt, að
þær kúgunarráðstafanir, sem ollu því að þeir
Haraldur og Stefán Jóhann fóru frá eða tóku ekki
þátt í stjórn, voru nú gleyptar með bestu lyst og
jafnvel bráðabirgðalögum beitt til þess að lækka
gengi og svifta verkamenn þannig umsömdum
kauphækkunum. Þarf e'gi þá sögu að rekja. En
1971 er þessi Alþýðuflokksforusta komin svo langt
til hægri, að hún vill nú ekki lengur taka þátt
í vinstri stjórn.
Afleiðingarnar láta ekki standa á sér. I þessu
skammsýna stjórnmálabrölti, þar sem andúðin gegn
„kommún'stum" virðist öllu ráða, venur Alþýðu-
flokksforustan fylgjendur sina „undir Ihaldið". Einn
fyrrverandi málsmetandi Alþýðuflokksmaður orðaði
það svo er hann fór til ihaldsins: ,,Ég vil heldur
vera á höfuðbólinu en í hjáleigunni."
I þingkosn'ngunum 1971 er Alþýðuflokkurinn
með 10,5% atkvæðanna. En Gylfi lætur enn ginn-
ast af „andkommúnistiska" seiðnum. I þingkosn-
ingunum 1974 skara ræðumenn Alþýðuflokksins
fram úr öllum flokkum í sjúklegu kommúnistahatri.
Árangurinn er 9.1% atkvæða. Með þessari forustu
í krafti þessarar sýki er forustan búin að reka burt
meir en helminginn af því fylgi, er Alþýðuflokkur-
inn hafði 1934 (21.1%).
Það lá við að þessi andkommúnismi yrði þana-
mein Alþýðuflokksins sem þingflokks við síðustu
kosningar, því hefði hann fengið 400 atkvæðum
minna í Reykjavík, datt hann út úr þinginu. Með
9.1% atkvæða er nú Alþýðuflokkurinn litlu stærri
en Kommúnistaflokkurinn var 1933, en þá hafði
hann 7,5% atkvæða. (Og þá hefði K.F.I. fengið
þingmann í Reykjavík með sínum 737 atkv., ef
þá hefðu verið 12 þingmenn í Reykjavík, en ekki
fjórir).
Það er ofstækið hvors aðila til annars, sem verið
hefur mesti bölvaldur verklýðshreyfingarinnar. En
þar sem slíkt ofstæki gagnvart Alþýðuflokksforustu
varð á vinstri vængnum aðeins misserislangur
barnasjúkdómur hjá K.F.I. fyrri hluta árs 1934,
hefur samsvarandi ofstæki gegn vinstri sósialistum,
móðursýki andkommún'smans, orðið orsök fjörutíu
ára uppdráttarsýki hjá Alþýðuflokknum, mögnuð
hvað eftir annað af áróðursvél hins alþjóðlega auð-
valds. Það er þessi sefasýki, sem ógnar nú lífi
Alþýðuflokksins. Hún hefur að heita má drepið
sósíalismann í forustu hans, — en það var einmitt
á sósíafstískum hugsjónum sem hann vann sinn
stærsta sigur 1934. Hún hefur drepið í forustu hans
þá tilfinningu fyrir sjálfstæði og friðhelgi landsins,
sem skóp honum sigurvonir á ný 1946, er hann
barðist gegn herstöðvum á Islandi. Og nú hótar
þessi sefasýki andkommúnismans, að drepa flokk-
inn sem þingflokk, ef hann ekki lætur af þessu
ofstæki, breytir um og tekur upp það samstarf
við vinstri arm verklýðshreyfingarlnnar, Alþýðu-
bandalagið, sem eitt saman getur gert verkalýð
Islands að því valdi og forustuafli, sem honum
ber að vera, ekki aðeins á kaupbaráttusviðinu,
heldur og á stjórnmálasviðinu.
Alþýðuflokkurinn mætti margt læra af franska
sósíaldemókrataflokknum í þessu efni. Með því að
taka upp náið pólitískt samstarf við Kommún'sta-
flokk Frakklands hefur franski Sósíaldemókrata-
flokkurinn unnið sig upp úr því að vera orðinn
smáflokkur þar, í að hafa nú ásamt kommún'stum
og fleirum næstum 50% fylgi í landinu og er sú
samfylking þessara tveggja flokka talin næstum
viss um sigur í næstu kosningum.
Fyrir Alþýðuflokkinn er um líf eða dauða að tefla.
Það er nú sem verður að hrökkva eða stökkva.
I landinu er nú afturhaldsstjórn, sem getur færst
í aukana og orðið harðskeytt, ef brotsjóir erlendr-
ar kreppu fara að dynja yfir landið. Þá er verk-
lýðshreyfingunni lífsnauðsyn að geta beitt öllu
240