Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 22
sína undir mikil umskipti í Evrópu og gera
sér Ijóst að Bandaríkjamenn geta ekki hindr-
að þau.
Hitt er ljóst að bylting þessi mun taka
langan tíma og hættur munu felast í hverju
spori.
VI.
Barist á púðurtunnu
Sú hægfara, lýðræðislega, sósíalistíska
bylting, sem hugsanlega gerist í Vestur-
Evrópu á næstu áratugum, verður í eðli sínu
ólík þeim alþýðubyltingum, sem hingað til
hafa orðið, er verkamenn og bændur börðust
til lífs og friðar: gegn því að láta yfirstéttir
fórna sér sem sláturfé á vígvelli og fyrir
brauði og jörð, til að lifa á. Það mun í miklu
ríkara mæli en þá verða um að ræða vísvit-
andi, skipulagða valdatöku sósíalistískt
menntaðrar og samtaka-þjálfaðrar verklýðs-
stéttar í órofa bandalagi við menntamenn og
millistéttir. Og það verða ekki aðeins stétt-
arhagsmunir og frelsisþrá alþýðu, sem setja
mark sitt á byltingu þá. Ríkur þáttur í stefnu
þeirra alþýðustétta, er völdin taka, verður og
að varðveita jörðina og mannkyn hennar
frá eyðingu af hálfu gráðugs auðvalds, sem
spillir umhverfinu, tæmir hráefnalindir og
stofnar heimi í hættu með atomsprengjum.
Það alþýðuafl, sem þá tæki að móta stefnu
vestrænna Evrópu-þjóða og komist hefur til
valda í baráttu við eigin auðhringavald,
myndi sýna alþýðu þriðja heimsins fullan
skilning og samstöðu, aðstoða hana í hví-
vetna við að vinna bug á hungri og skorti.
Frelsi nýlendna Portúgal er bara byrjun á
slíkri þróun.
Hjá þeim þessara þjóða, sem þegar Iiafa
búið við „velferðar”-þjóðfélag í auðvalds-
skipulagi, þarf líka hugtak „allsnægtanna",
sem um er dreymt í framtíðardraumi sósíal-
ismans, að breytast: Allsnægtir — það er
ekki ótal bílar og hverskyns bruðl fyrir
hverja fjölskyldu — heldur meðalhóf hins
frjálsa, þroskaða manns, sem veit að auð-
lindir jarðar eru takmarkaðar og að öll jarð-
arbörn eiga rétt til lífs, svo hófsamleg notk-
un gæðanna er boðorð lífsins en ekki tryllt
lífsgæðakapphlaup og vitfirrmr vígbúnaður.
Skáldið góða kvað forðum daga: „Lífsnautn-
in frjóa, alefling andans og athöfn þötf."
I þeim anda mun og sú alþýða mótast, er
kemur út úr þeirri orrahríð, sem hér er
framundan.
Þótt flokkar alþýðunnar muni allt gera
til þess að þróun þessi megi verða friðsam-
leg, — hægfara bylting í stað borgarastyrj-
alda, — þá mun auðhringavaldið einskis
láta ófreistað til að egna til blóðugra átaka
og gagnbyltingar. Og það fær nóg af fasist-
um í lið með sér að vanda
Það er barist á púðurmnnu — og í þema
skipti er það áhugamál alþýðu að hún verði
eigi sprengd í loft upp. Þegar svo stendur á
gæm jafnvel ofstækisfullir áhangendur sósíal-
alismans unnið þau skemmdarverk, sem auð-
valdinu nýtmst, því miður.
Við skulum vona að flokkar sósíalismans,
kommúnistar sem sósíaldemókratar og banda-
menn þeirra beri gæfu til að leiða þessa bylt-
ingu alþýðu gegn auðvaldskreppu og fasista-
hætm til sigurs. Þá yrði þróun sósíalismans
í Evrópu á síðustu áramgum 20. aldar eftir
rússnesku og kínversku byltingarnar ekki
ólík friðsamlegri valdatöku borgarastéttar-
214