Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 14

Réttur - 01.10.1974, Side 14
Lenín Dimilroff Mao Tse Tung tamt að láta blekkjast af fagurgala þess um lýðræðið, svo sem best sést á því í hve rík- um mæli þeir hafa ánetjast Atlandshafs- bandalaginu og Bandaríkjunum. Kommúnista skortir ekki kjarkinn í bar- áttu við auðvaldið. Saga þeirra víða um heim er sannkölluð hetjusaga. En tryggð þeirra við sósíalismann og fyrsta aldarfjórðunginn við Sovétríkin sem eina ríki sósíalismans í raun- veruleikanum, leiddi þá oft afvega, er hin sósíalistísku ríki átm í hlut. Þegar þar voru framin illvirki, er við álitum óhugsandi í sósíalistísku þjóðfélagi, vorum við of auðtrúa. (Auðtryggni var sá mannlegur löstur, er Marx kvað afsakanlegastan, en undirlægju- háttinn fyrirlitlegastan). Algert sjálfstœði þessara flokka, gagnvart auðmannastéttunum annarsvegar og Sovét- ríkjunum hinsvegar, er forsenda fyrir sam- starfi þeirra og sigri. Frakkland sýnir hvaða möguleikar skaþast strax og slíkt samstarf er hafið. Við skulum ekki gleyma því, þótt heims- sagan hafi í meira en hálfa öld einkennst af sigrum rússnesku og kínversku bylting- anna, að sósíaJisminn er upprunninn í Vestur- Evrópu og marxisminn í upphafi mótaður af enskri verklýðshreyfingu, frönskum hug- sjónasósíalisma og þýskri heimspeki. Svo sem Lenín beitti marxismanum og mótaði hann ti-1 baráttunnar gegn imperíal- ismanum og til sigurs rússnesku byltingar- innar, svo sem Dimitroff þróaði hann í bar- áttunni við fasismann og Mao Tse Tung til sigurs kínversku byltingarinnar, svo verða og sósíalistar Vestur-Evrópu sjálfstætt og djarft að beita honum til að skapa þá stjórn- list, er megni að leiða alþýðu Vesturlanda til sigurs á auðvaldinu og kreppu þess og þróa sósíalismann á Vesturlöndum í sam- ræmi við arf vorn og aðstæður. Við þá mót- un má margt læra af þeim miklu hugsuðum marxista í Italíu og Þýskalandi: Antonio Gramsci og Rósu Luxemburg. Og að öllum líkindum verður sá vesturevrópski sósíalismi nær hugmyndum brautryðjendanna miklu, Marx og Engels, en hann hefur orðið annars- staðar. Marx gerði sér strax 1850 ljóst hve 206

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.