Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 54

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 54
aldrei af því að ég vissi að þú mundir standa með mér að lokum. En láttu mig tala við hann Maríuson. Ég skal segja honum það sem þeir minnast aldrei á í messunum, hversu heitt þúsundir manna sem þjást mest á jarðríki elska hann og taka sér jafnvel vopn í hönd við hlið bolsanna til þess að berjast í hans nafni. Þeir deyja með nafn hans á vörunum þegar böðlarnir skjóta bá — einnig í hans nafni. Ég er viss um að þegar hann heyr- ir það allt kveður hann upp úr með slíka fordæmingu á faríseum og hræsnurum að jafnvel þeir heilögu í ystu afkimum himnaríkis hrökkva við og fara að hugsa. Ég er ekki kominn einn til þín.Þeir Jó- hannes og Kristinn voru komnir á undan mér en þú varst í svo miklum önnum að þú máttir ekki vera að því að tala við þá. Drottinn hinna snauðu brosti, rétti úr bognu baki sínu og mælti: Gott var þú komst hingað, sonur sæll, en fórst ekki að undirbúa uppreisn hjá fallna englinum mínum í Helju. Þangað fer svo margt góðra manna, að ég var farinn að óttast að þeir yrðu á undan okkur með bylting- una, steyptu þeim gamla og umsköpuðu þar allt án minna aðgerða. En það skal aldrei verða. Og Drottinn réttlætisins hóf upp raust sína og þrumaði, svo að herskarar himn- anna hrukku við og hneigðu sig: Við hefjumst handa. Við skipuleggjum bylt- inguna. Svo beygði Drottinn lífsins sig niður að meistara Þórbergi, hvíslaði Ijúflega og brosandi að honum um leið og hann tók undir handlegg hans: En fyrst förum við til elskunnar minnar, hennar Maríu. Þar bíður hún Lára og hefur loksins lært að lesa bréfið þitt; hann Kristinn kenndi henni það. Og þar bíður hún frú Schiöth Svona mun Þórbergur hafa litið út, er hann re:t kaflann í „Bréfi til Láru“ um rök- ræður sínar við Drottinn allsherjar á morgni hins efsta dags. Þar segir, er Þórbergur hafði talið Drottinn á sitt mál: ,,Og Drottinn réttlætisins hneigði s'g og sagði: „Satt segir þú, sonur minnl Þetta hefur mér aldrei dottið í hug áður. Gakk inn I fögnuð herra þíns." Og það varð þögn umhverfis hásæti Drottins allsherjar. En hann mælti til hinna skínandi hersveita: ,,Vér breytum skipulaginu." Og það varð bylting í ríki útvaldra." með rjúkandi kaffi og rjómatertu. Við sendum svo eftir Jóhannesi og Kristni. Jóhannes er að ræða við hann son minn elskulegan um kvæðið til hans í Sjö- dægru. Það getur verið þeir komi allir — og þá verður þér vel fagnað. Þeir leiddust svo eftir grundunum, gömlu samherjarnir, glaðir í anda. Þeir vissu að nú var ekki langt að bíða bylt- ingar í ríki útvaldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.