Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 35
þar eð þar skyldi unnið samkvæmt þeirri meginreglu að reyna til þrautar samkomulag áður en til atkvæðagreiðslu kæmi. Var og frá öndverðu gert ráð fyrir framhaldsráð- stefnu á næsta ári. Hefur verið ákveðið að hún hefjist í Genf um miðjan marsmánuð. Nú er eðlilegt að margur spyrji: Eru líkur til að sú ráðstefna lefði til niðurstöðu og að sett verði bráðlega alþjóðalög um hafrétt- armálefni? Eða fer þessi tilraun algerlega út um þúfur? Þriðji möguleikinn er að vísu hugsanlegur, að enn um hríð verði haldið áfram að þæfa þessi mál .Þó hygg ég að það verði því aðeins að verulega hafi þokast í áttina í næsta áfanga og líkur bendi til að úrslita sé skammt að bíða. Heldur er ólíklegt, að þau ríki sýni mikla biðlund, sem eru staðráðin í að framkvæma einhliða útfærslu ef ekki fæst brátt viðhlítandi niðurstaða með öðru móti. Eins og þegar hefur komið fram í þessu yfirliti um gang mála á hafréttarráðstefnunni, er ljóst að fylgið við 200 sjómílna auðlinda- lögsögu hefur vaxið hraðfara, og er vafa- laust eina hugmyndin um lausn fiskveiði- lögsögumála, sem líkleg er til að ná fram að ganga. Vonir manna um það, að hafrétt- arráðstefnunni ljúki á næsta ári með setn- ingu alþjóðalaga, eru við það bundnar, að mjög mörg ríki telja miklu máli skipta að um þessi efni gildi alþjóðlegar reglur í stað sérreglna einstakra þjóða, sem vissulega geta leitt til árekstra. Jafnvel stórveldin, sem stundum hafa látið í það skína að þau myndu hafa að engu reglur, sem settar yrðu gegn vilja þeirra og hagsmunum, vilja töluvert til þess vinna að sem víðtækast samkomulag náist. Breytt af- staða þeirra til 200 mílna auðlindalögsögu ber Ijósan vott um þetta. Æskilegust málalok fyrir okkur Islendinga eru að sjálfsögðu þau, að þegar á næsta ári takist að fá settar alþjóðareglur, sem við gæt- um hæglega unað. Fari ráðstefnan hinsvegar með öllu út um þúfur og fyrir liggi, að ekki verða sett um hafréttarmál alþjóðalög í bráð, er fullvíst að hver þjóðin á fætur annarri grípur til einhliða útfærslu og friðunarað- gerða. Þá þróun mála þurfum við í sjálfu sér ekki að óttast svo mjög. Eina hættan, sem að okkur kann að steðja í þessum efnum er sú, að hugmyndin um 200 mílna auðlinda- lögsögu strandríkis verði útþynnt með und- antekningarákvæðum, framkvæmdin falin alþjóðastofnunum og úrskurðarvaldið al- þjóðadómi. En það á að vera auðið að koma í veg fyrir slíkt. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.