Réttur


Réttur - 01.10.1974, Síða 24

Réttur - 01.10.1974, Síða 24
Bucharín Stalín Trotski verða að von sinni og spá,8) — menntaður, víðsýnn verkalýður Sovétríkjanna mun vinna bug á vofum fortíðarinnar. Máski á sú spá Isacc Deutscher’s") eftir að rætast að um aldamótin verði orðið skipt um hlutverk: Bandaríkin verði orðin táknið um „auðvaldsskipulag í einu landi,” en Sov- etríkin aðeins eitt af tugum ríkja sósíalism- ans í gamla heiminum. (Máske verða þá m. a. þeir Stalín og Trotski gefnir út að nýju í þeirra forna föðurlandi og ekki hætt við 13. bindi safnrita þeirra sem forðum.10) Máske verða þá Bucharin, Stalín og Trotskí og fleiri brautryðjendur, metnir að verðleik- um hver um sig, eins og Frakkar meta þá Danton, Robespierre og Napoleon hvern á sinn hátt). Þegar vináttubönd sigursællar alþýðu ná frá París til Peking yfir Moskvu og einangrað amerískt auðvald áræðir ekki að leggja i fleiri Víetnam-stríð, þá fer að nálgast það þróunarstig þjóðfélagsins að draumsýn þeirra Marx, Engels og Leníns um dauða ríkisvalds- 219 ins verði veruleiki, því það sé þá ekki lengur bara von og ósk að það kúgunarvald deyi út, heldur og hin brýnasta nauðsyn, m.a. til að eyða síðusm leyfum stórveldahroka og hætm á misnotkun þess til kúgunar. Við skulum því ætla, — ef verkalýður Vesturlanda læmr vonir byltingarbrautryðj- endanna rætast eftir tveggja kynslóða töf — að eigi komi til þess að önnur bylting þurfi að verða í Sovétríkjunum eins og Jóhannes úr Kötlum hugleiddi sem spurn, heldur verði — þegar sósíalisminn sigrar í upprunalönd- um sínum — tekið á þeim málum af þeirri djörfung, fesm og raunsýni — og framar öllu umburðarlyndi og hugsjónatryggð — þar eystra, að engin ný slys í sögu sósíal- ismans hljótist af, heldur fái nú hver þjóð að feta sína sérstöku leið til sósíalismans með virðingu fyrir rétti allra hinna til að gera hið sama. Að síðustu: Norðurlönd gætu haft mikið hlutverk á hendi í þessari óskaþróun Vesturlanda, sem

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.