Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 5
sjónarmið. Áður stóð í lögunum: „hver sú
kona sem verður ekkja innan 67 ára aldurs
á rétt á bótum í 6 mánuði eftir lát eigin-
manns síns og síðan áfram í 12 mánuði í
viðbót, hafi hún barn yngra en 16 ára á
framfæri."
Þessari lagagrein var breytt á þann veg
að nú stendur í upphafi hennar; „hver sem
á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða
ekkill innan 67 ára aldurs á rétt á bótum,"
o. s. frv. Aldurstakmark barns vegna bóta
eftir fyrstu 6 mánuðina var hækkað upp í
17 ár, en barnalífeyrir er nú greiddur upp
að þeim aldri.
Ekki var hreyft við því ákvæði sem gefur
ekkju, en ekki ekkli rétt á áframhaldandi
bótum, að h'ðnu 6 eða 18 mánaða tímabil-
inu, ef hún er orðin 50 ára við fráfall maka.
Þar þótti rétt að taka tillit til þess, hve erfitt
er fyrir konu, sem komin er á efri ár, að
komast í launuð störf, hafi hún áður einvörð-
ungu sinnt húsmóðurstörfum eins og títt er.
Ákvæði um sjúkradagpeninga sem greidd-
ir eru í takmarkaðan tíma ,ef menn geta
ekki unnið vegna veikinda, vom mjög mótuð
af því sjónarmiði að kvæntur maður sé oft-
ast eini framfærandinn á heimili sínu.
1 ákvæðum um upphæð sjúkradagpeninga
sagði að kvæntir rnenn eða giftar konur,
sem væru aðalfyrirvinnur heimila, skyldu fá
hærri dagpeninga en aðrir einstaklingar og
dagpeningar húsmæðra, sem ekki ynnu utan
heimilis, skyldu miðaðir við örorkulífeyri.
Fyrir utan þær hámarksupphæðir, sem
takmarka sjúkradagpeninga hverju sinni í
lögum, takmarkast þeir einnig við % af
þeim vinnutekjum sem hlutaðeigandi hefur
misst. Þetta hefur væntanlega valdið nokkr-
um erfiðleikum, þegar um var að ræða ó-
launuð húsmóðurstörf og því hefur ákveðið
um örorkulífeyri komið inn.
Sú breyting var gerð á greiðslu sjúkra-
Magnús Kjartansson
tryggingaráðherra 1971—’74
dagpeninga, að gert er ráð fyrir sömu greiðslu
til allra einstaklinga en tillit til framfærslu-
byrði er tekið með því að hækka greiðslur
vegna barna, sem hinn sjúki hefur á fram-
færi. Dagpeningarnir takmarkast eins og
áður segir við % vinnutekna, nema þegar
um ólaunuð húsmóðurstörf er að ræða. Fyrir
þær gildir einfaldlega sú upphæð, sem til-
tekin er fyrir einstakling, án frekari tak-
markana.
197