Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 59
borgaraflokkarnir blekkja þjóðina til að
fylgja.
Samdráttur og
kauplækkun
Þegar þetta er skrifað eru rétt rúmir tveir
mánuðir liðnir frá því að núverandi ríkis-
stjórn íhaldsins og Framsóknar komst til
valda. Allt frá sínum fyrsta starfsdegi hefur
ríkisstjórnin haft í frammi allskonar tilburði
til þess að skerða kjör alþýðufólksins. Verður
hér rakið hvað gerst hefur í þá átt í megin-
atriðum frá því að stjórnin var mynduð:
22. ágúst: Þegar stjórnin var í burðar-
liðnum ákváðu stjórnarflokkarnir að hækka
landbúnaðarvöruverð um 7,7 — 22,5% án
þess að það væri að nokkru bætt aftur.
30. ágúst: Þegar stjórnin hafði verið mynd-
uð var tilkynnt yfir 20% hækkun á erlend-
um gjaldeyri eða 17% gengislækkun. Doll-
arinn stóð þá í tæplega 119 kr.
Sama dag var tekið fyrir á alþingi nýtt
stjórnarfrumvarp um að söluskattur hækk-
aði í 19%, eða úr 17% í 19% af útseldri
vöru og þjónustu. Þetta hafði í för með sér
aukna skattheimtu upp á um 1800 milj.
kr. á ári. En með gengislækkuninni voru
fluttar til í þjóðfélaginu 5000—6000 milj-
kr.
Þegar þessar árásaraðgerðir voru komnar
fram lýsti miðstjórn ASI því yfir að hún
færi fram á það við aðildarfélögin að þau
segðu upp öllum kjarasamningum frá og
með 1. nóv.
Aðgerðir stjórnarvalda á fyrstu 20 valda-
dögum hægristjórnarinnar höfðu í för með
sér um 15 stiga hækkun á framfærsluvísi-
tölunni.
Um miðjan september var tilkynnt að
verulegar hækkanir yrðu á þjónustugjöldum
Reykjavíkur: Rafmagnsverð hækkaði um
30%, hitaveitugjöld um 40,6% og strætis-
vagnafargjöld um 56%.
Um þetta leyti, í miðjum september, hóf-
ust viðræður við verkalýðshreyfinguna. Hóf-
ust um svipað leyti fundir í verkalýðsfélög-
unum þar sem fjallað var um uppsögn kjara-
samninga.
20. september hækkaði landbúnaðarverð
enn, í annað sinn á tæpum mánuði. Hækk-
unin var að þessu sinni frá 14,8% upp í
134,4%. Þessi aðgerð ein hafði í för með
sér 8,3 stiga hækkun framfærsluvísitölunnar.
20. september hélt sjávarútvegsráðherra
blaðamannafund og skýrði frá bráðabirgða-
lögum í sjávarútvegi. Þær ráðstafanir höfðu
það í fyrsta lagi í för með sér að hlutaskipti
sjómanna voru skert verulega eða um sem
svaraði 1000 milj. kr. á ársgrundvelli. Jafn-
framt var fiskverðshækkun fest við 11% og
fyrirsjáanlegt er að mjög erfitt verður að
manna bátana á vetrarvertíð og hefur þó
verið nógu erfitt að mati flestra. Vakti þessi
ráðstöfun ríkisstjórnarinnar megna óánægju
meðal sjómanna.
24. september voru enn gefin út bráða-
birgðalög. I þetta skipti fólu lögin í sér
stöðvun kaupgjalds fram á mitt næsta ár, og
viðurkenndi ríkisstjórnin sjálf að þau myndu
á næstu mánuðum þýða í minnsta lagi skerð-
ingu kaupmáttar um 8—8,5% á lægstu
laununum. Jafnframt er ljóst af þeirri þróun
sem hefur á eftir farið að verðlag leikur
lausum hala þannig að launamenn bera
verðhækkanir með öllu bótalaust.
Þegar þetta lá fyrir hafði ríkisstjórn íhalds-
ins og Framsóknar unnið það afrek að rifta
með öllu árangri síðustu kjarasamninga í
febrúar sl. og meira til. Varð nú ekki að-
gert fyrr en fjárlagafrumvarpið kom fram
251