Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 45

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 45
um þessar byltingarkenndu efnahagstillögur sínar með hvaða aðilum, sem reiðubúnir væru til sliks. Alþýðublaðið hafði tekið neikvæða afstöðu til tillagna Sósíalistaflokksins og alveg sérstaklega dregið sundur í háði þingræðu þá, er ég flutti 11. sept. og setti tillögurnar skýrast fram í. (Alþbl. 14. sept.). En þegar til úrslitasamninganna kom eftir 3. okt. var prentaraverkfall, svo blöðin komu ekki út. Hófust nú átök n um afstöðu miðstjórnar Alþýðu- flokksins. Vinstri menn miðstjórnarinnar vildu ekki mynda stjórn með ,,lhaldinu" og reyndu með ýms- um skilyrðum, sem ætla mátti að erfið yrðu Ihaldinu til samþykktar, að eyðileggja stjórnar- myndunina; ysti hægriarmur miðstjórnar vildi ekki mynda stjórn með hinum ,,illu kommum". — Báðir þessir aðilar létu hleypidómana um menn og flokka ráða gerðum sinum, en ekki málaefnalegt mat á hvað fá mætti fram. Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gátu hins vegar ekki myndað stjórn einir, þótt þeir hefðu 30 þingmenn samanlagt, því 5 þíngmenn Sjálfstæðisflokksins voru á móti hinni fyrirhuguðu stjórnarmyndun, svo þessi flokkar höfðu aðeins 25 af 52. Það var eftirtektarvert timanna tákn um ástandið í íslenskum stjórnmálum þetta haust, að Framsókn skyldi vera harðasti flokkurinn í launalækkunar- kröfum á hendur verkamönnum, ýmsir vinstri og hægri foringjar Alþýðuflokksins of hleypidómafullir til að vilja mynda róttæka nýsköpunarstjórn, en foringi sjálfs „Ihaldsins", Ólafur Thors, hleypi- dómalausastur og víðsýnastur og alveg ósmeykur að mynda stjórn með þeim voðamönnum „komm- únistum" I fyrsta sinn á Islandi! Loks tókst að merja það í gegn í miðstjórn Al- þýðuflokksins með eins atkvæðis mun að vera með i nýsköpunarstjórninni: 10 greiddu atkvæði gegn því, eft'r að hafa þó fengið samþykkt „skilyrði" sin og sýndu þannig að þau höfðu aðeins verið sett fram til þess að reyna að sprengja. 4 sátu hjá, þ. á m. formaðurinn. En 11 greiddu atkvæði með og það reið baggamuninn. Þannig var Alþýðuflokkurinn dreginn á hárinu inn i þessa rikisstjórn, en starfið í henni gaf flokknum e'nmitt tækifæri til að vinna aftur nokkuð af því trausti, sem hann hafði glatað. En ekki hagnýttu Alþýðuflokksforingjarnir þetta tækifæri, til þess að koma á nánari samvinnu við sósíalista en áður. Innan rík'sstjórnarinnar var sam- vinna ráðherra hvors verklýðsflokksins um sig miklu nánari og betri við ráðherra Sjálfstæðis- flokksins en á milli þeirra sjálfra. — En sam- stjórn með Sósialistaflokknum firrti Alþýðuflokkinn þeirri hættu að samþykkja ýmsar aðgerðir gegn verkalýðnum, sem hann annars á vanda til, ef hann er í stjórn með borgaraflokkum. En Alþýðuflokkurinn varð þeirra vinsælda að- njótandi, sem nýsköpunarstjórnin ávann sér, og tók róttæka afstöðu í þingkosningunum 30. júní bæði gegn herstöðvakröfum Bandarikjanna og heildsalavaldi: „Aldrei herstöðvar á islandi" var kjörorð flokks- ins og í kosn'ngastefnuskránni var því eindregið lýst yfir að „islendingar v'.lji ekki hafa hér á landi neinar herstöðvar". Jafnframt var því yfirlýst að Alþýðuflokkurinn hefði verið því „eindregið and- vígur, að léð yrði máls á að nokkrar samningaum- leitanir færu fram við Bandaríkin um slíkar her- stöðvar" og því var jafnframt heitið að þeirri stefnu muni „hann ótrauður fylgja, hver sem í hlut á." (Alþbl.: Stefnumál Alþýðuflokksins, 14. júní 1946). — Gerði flokkurinn mikið úr því að hann hefði fengið séra Sigurbjörn Einarsson, hinn skelegga herstöðvaandstæðing, í fjórða sæti á list s:nn. Og i ræðu sinni um herstöðvamálið, sem birt var i Al- þýðublaðinu 25. júní 1946 sagði séra Sigurbjörn: „En þeir, sem af ótta við Rússa vilja flana I fangið á Ameríku minna mig á óheppna fjallgöngumenn, sem hlaupast fyrir björg, af ótta við tröllin i þokunni." „Jafnaðarstefnan móti heildsalavaldinu" var ann- að stóra kjörorð Alþýðuflokksins. Og þar var Gylfi Þ. Gislason hin mikla kempa. „Heildsalarnir óttast Gylfa Þ. Gíslason" var ein fyrirsögnin. Flokkurinn ætlaði undir hans forustu að „binda enda á heildsalaokrið." Undir þessum kjörorðum rétti nú flokkurinn nokk- uð við fylgi sitt í þessum kosningum, — en að vísu kom þá strax andkommúnisminn í Ijós, er lýð- skruminu var lokið. Leiðari Alþýðublaðsins 2. júlí var allur um það, sem nú hafði heppnast: „stöðvun hinnar kommúnistísku flóðöldu."!! Alþýðuflokkurinn fékk í þingkosningunum 30. júní 1946 9 þingmenn kosna og 17,8% atkvæða. Sósialistaflokkurinn fékk áfram 10 þingmenn og 19,5% atkvæða. Vinstri menn Alþýðuflokksins höfðu haft nokkur samtök sín í milli við þessar kosningar m.a. með þeim afleiðingum að Gylfi Þ. Gíslason var settur 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.