Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 18
í heiminum, löngum eina ríkisvaldið. Það er þessu valdi að þakka að alþýða heims er nú ekki troðin undir járnhæl þýsks eða bandarísks heimsveldis auðhringanna. Og til þess að forða sjálfum sér og öðrum frá þess- um voða, hafa Sovétþjóðirnar orðið að færa óskaplegar fórnir: 20 miljónir karlmanna, kvenna og barna, sovétborgara, létu lífið í styrjöldinni við fasismann, — og síðan þeirri styrjöld lauk, hafa þessar þjóðir orðið að fórna óhóflega miklu af lífsgæðum sínum til þess að vígbúa land, sem kom flakandi af sárum, efnahagslega rúið, út úr síðusm styrjöld, og gera það svo sterkt hernaðarlega að það stæði Bandaríkjunum á sporði. Þetta vald og þessar fórnir þurfa vestrænir sósíal- istað að geta metið til fulls, svo og það efna- hagslega stórvirki kommúnistaflokksins, að hafa gert þetta land, sem þeir tóku við sem frumstæðu bændalandi 1917 að öðru mesta stóriðjuveldi heims. Hetjuskap og fórnir Sov- étþjóðanna þurfa vestrænir sósíalistar að virða, — vald Sovétríkjanna þurfa þeir að kunna að meta rétt. En hvað um misbeitingu þessa valds og hættuna á henni fyrir vestræna sósíalista? Þessu ríkisvaldi hefur verið misbeitt allt frá glæpsamlegum málaferlum og fangabúð- um til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu og sviftingar frelsis rithöfunda. Og þessi mis- beiting, afglöp og glæpir í sambandi við hana, hefur verið útbásúnuð af þeim sömu fjölmiðlum, sem þegja hvað vendilegast um blóðugan feril auðvaldsins um allan heim, fangelsanir, og morð þess á saklausu fólki, öll múgmorð þess, styrjaldir og fasistíska kúgun og dásama jafnvel morð- og eiturhern- að Bandaríkjanna í Víetnam í nafni lýðræð- is og kristindóms. En þrátt fyrir allan áróð- ur auðvaldsins, þá er þetta hætta, sem horfast verður í augu við. Hverjar eru höfuðorsakir þessarar misbeitingar: Bolsévikkarnir tóku við illum arfi úr hönd- um keisarastjórnarinnar:4) Spilltu ríkiskerfi, þar sem fullt var af lítilsigldum embættis- mönnum, sem til alls var trúandi, — auk alls annars, sem gerði uppbyggingu sósíal- istísks þjóðfélags erfiða (fáfræði, hleypidóm- ar, frumstætt atvinnu- og menningarlíf o. s. frv.). Og þótt kenningin væri að brjóta það ríkiskerfi og byggja annað nýtt, þá lýsti Lenín því sjálfur 1922 að ríkiskerfið hefði verið þegið af zarismanum „og smurt aðeins lítil- lega með sovétolíur,) og minnti áður á það í ræðu hvernig keisaralegu embættismennirn- ir, sem þeir bolsévikkarnir höfðu rekið burt í byltingunni, hefðu komið nokkrum árum síðar inn í valdakerfið á ný, „með flokks- skírteinið upp á vasann." Það var ekki einsdæmi þegar ofsóknar- öldurnar gegn gömlum bolsévikkum risu hæst á tímum Stalíns, að yfir höfuðsvörðum bestu kommúnistanna, sem dæmdir voru, stæðu fornir andstæðingar þeirra og bylting- arinnar, sem nú voru búnir að „umskírast" og hrópuðu hvað hæst um „gagnbyltingar- hættu." Það, sem skapaði á hærri stöðum grund- völlinn fyrir að svo illur arfur þrifist og smitaði út frá sér, var að Sovétríkin voru fyrsm árin „ein í heiminum" sem virki um- setið fjandmönnum, sem alltaf voru reiðu- búnir til að reyna að koma þeim fyrir katt- arnef og tvívegis reyndu það með ægileg- um innrásarstyrjöldum. Þessi aðstaða umset- ins virkis kostaði ekki aðeins ægilegar fórn- ir stríðanna og hraða uppbyggingu stóriðju og vígbúnaðar. Hún ól líka á tortryggni og ofstæki, sem oft varð sjúklegt — og bitnaði harðast á færustu mönnum flokksins, ef sjálfstæðir voru í hugsun. En förum ekki frekar út í þessa sálma að sinni, enda áður reynt að rekja rætur þessa harmleiks hér í „Rétti". Ihugum held- 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.