Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 64
NEISTAR
,,öll meginsannindi mannkyns-
ins hafa komi8 ,,neðan að". Gu6
hefur aldrei virt ,,betri borgara"
viðtals."
★
„Mannfélaginu má líkja við
voldugt vitlausrahæli, þar sem vit-
firringarnir rogast með sömu
sandpokana I eilífri hringrás milll
kjallara og þaklofts. Brjáluðustu
vitfirringarnir taka sér þau sér-
réttindi að sitja á lotnum herðum
hlnna og lemja þá áfram með
bareflum. Og þaðan öskra þeir
hnakkakertir hver i kapp við ann-
an: Blessað sé framtak einstak-
lingsins! Lengi lifi hin frjálsa sam-
keppni! Húrr-a!"
Þórbergur Þórðarson:
I „Bréfi til Láru" 1924.
★
„Meistari minn Jesús Kristur
hirti ekki um almenningsálitið og
bannsöng hræsnarana. Hann þjón-
aði skilyrðislaust sannleikanum og
réttlætinu. Þessvegna var hann
hataður og fyrirlitinn.
Þér hirðið hvorki um sannleik-
ann né réttlætið. Þessvegna eruð
þér elskaður og virtur.
Þórbergur Þórðarson:
I „Opnu bréfi t l Árna Sig-
urðssonar. 1925.
,,Sbr. gengisbrask nokkurra
burgeisa og stórgróða þeirra af
vinnu annara. Það myndi Kristur
ekki hika við að kalla rán. En ekki
vantar samt, að þeír hreinsi bik-
arinn og diskinn að utan, þótt
þeir séu að innan fullir ráns og
óhófs. Þeir ganga í Oddfellow-
reglu, frímúrarafélag, góðgerða-
klíkur, sækja kirkjur sínar á helg-
um, kosta trúboðsleiðangur til
Kína og þar fram eftir götunum,
en á meðan hugleiða þeir það í
hjarta sinu hvernig þe:r fái lækk-
að kaup öreiganna, sem framleiða
fyrir þá auðinn. Og á sjálft að-
fangadagskvöld jóla sitja þeir með
andagtarsvip undir bænagerð og
sálmasöng í drottins húsi, meðan
þeir láta þrælana skrönglast með
sneisafulla ísvagna utan við klrkju-
dyrnar um borð i togarana sína,
sem nú eru að leggja af stað í
gróðatúr til Englands í tilefni af
fæðingu frelsarans.' ‘
Þórbergur Þórðarson:
I „Eldvígslan." 1925.
*
„Islenskt íhald er miklu ver
mentað, lakar siðað og ruddalegra
en íhald annara Norðurlanda. Það
hefur frá upphafi alið i brjósti
innilegri samúð með villimennsku
nasismans en nokkur annar
ihaldsflokkur nálægra lýðræðis-
landa."
Þórbergur Þórðarson:
I „Til þelrra sem híma hik-
andi." 1937.
★
„En Ameríkumenn taka okkur
hvort sem er, og þá er betra að
semja við þá og hafa eitthvað upp
úr því,“ segja larvarnir. Þessari
ómagaheimspeki þykir mér hæfi-
legast að svara með líkingu, sem
gáfuð frú mælti í min eyru um
þessa smámennsku: „Ef þú ert
giftur maður og ert neyddur til að
velja um það tvennt að selja kon-
una þína dóna eða að henn'. verði
nauðgað af dóna, — hvorn kost-
inn myndirðu heldur kjósa?"
Þórbergur Þórðarson:
I „Á tólftu stundu." 1945.
★
„En hér er við ramman reip að
draga. Ýmsir peningamenn og
pólitíkusar Islands óham'ngju
munu einskis svífast til þess að
ginna okkur inn I Atlandshafs-
samsærið og gera land vort að
hernaðarvíti. Aldrei í sögu mann-
kynsins, svo langt sem vitað er,
hefur heimskapítalisminn rekið
eins ósvífinn, hrokafullan, forhert-
an og umfangsmikill blekkinga-
óróður sem þessi síðustu ár.
Þórbergur Þórðarson:
I „Samsærið gegn mannkyn-
inu." 1949.
★
„Að Ijúga að fólkinu, að falsa
fyrir því fréttir og pólitískar hug-
myndir, að ranghverfa fyrir því
málefnum, að blekkja það með
smjaðri til að svíkja sjálft sig, að
þrýsti lífi þess niður á lægra
menningarstig, að innræta þvi
ærulausar lygar um pólitískar
stefnur, lönd og þjóðir, að örva
það til samúðar með pólitískum
stigamönnum og múgmorðingjum,
allt í þeim eina tilgangi, að hin'r
ríku verði voldugri og meira ríkir
og hinir snauðu umkomulausari og
meira snauðir. Rennið þið augun-
um yfir síðustu 26 árganga Morg-
unblaðsins, og þið munið ganga
úr skugga um, að þetta hefur
verið megininnihald þess I öll
þessi ár í uppbyggingu þekkingar
og mórals."
Þórbergur Þórðarson:
I „I myrkri persónuleikans".
1950.
256