Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 40

Réttur - 01.10.1974, Side 40
farandi skilgrein'ngu þar á íslenska auðvaldsskipu- laginu: „Við höfum nú fengið atvinnudeilur og róstur milli þeirra aðila, er að framleiðslunni starfa ,þar sem annarsvegar stendur fámenn stétt atvinnurek- enda, með veltuféð og atvinnutækin i höndum sín- um; hinsvegar tómhentir öreigar, atvinnulega ó- sjálfbjarga, sem selja lifandi orku sina á leigu eins og vinnudýr eða vélar. Slíkt er vitanlega aðeins e'tt stig af þrældómi." (Tíminn, 12. árg. 58. tbl.). Og þegar ihaldinu var hrundið frá völdum 1927 með valdatöku „umbótaflokkanna" reit rtstjóri Tim- ans, að .dýrkendum samkeppnis- og auðhyggju- stefnunnar hafi verið hrundið af stóli, en til valda settir menn, sem áður höfðu haldið uppi andstöðu gegn fyrrnefndum öfgum og ófarnaðarstefnum." (Tíminn 58. tbl. 1928). Hugsjónamenn samvinnustefnunnar fóru þá held- ur ekkert dult með drauma sína um fullan sigur stefnunnar: .... á 100 ára afmæli verslunarfrelsis Islendinga við aðrar þjóðir á að vera eitt kaupfélag og á öllu landinu; engin önnur verslun," reit Þór- ólfur Sigurðsson í inngangsorðum að „Rétti" um það hvernig sigurinn skyldi vera unninn 1955, er róttækustu hugsjónamenn samvinnunnar hófu út- gáfu þessa tímarits 1916. Það var ekki ótti við að hefja rikisrekstur þá í þeim herbúðum. Slikt kölluðu forkólfar Framsókn- ar þá „lögþvingaða samvinnu". En þrátt fyrir þessa róttækni í skrifum og áróðri, þá báru bestu hugsjónamenn og brautryðjendur samvinnustefnunnar ótta i brjósti um framtíðina: Jónas Þorbergsson segir svo frá slíkum kvíða Hallgríms Krist'nssonar, frumkvöðuls S.i.S.: „Hann kveið því, að starfsemin myndi ,er stundir liðu fram, snúast í hagsmunabaráttu einvörðungu, meðan eldur hugsjónanna félli i fölskva hjá gröfum frumherjanna, enda væri þá með öllu unnið fyrir gíg, með því að raunverulegt gildi sérhverrar fé- lagsmálahreyfingar og umbótav'ðleitni manna væri fólgin í þeirri þróun, er hún fengi áorkað í andleg- um og félagslegum efnum." (Andvari, 54. ár. 1929, bls. 24.). i reyndinni fór fljótt að bera á þeim verkum hjá Framsókn, sem voru í mótsögn við hin fögru orð og hugsjónir. „Þröngsýnir bændur" I stjórnum kaupfélaga neTuðu verkamönnum um samningsrétt og forstjórar Sambandsins knúðu með kaupkúgun verkakonur til harðvítugs verkfails. Og samtímis neitaði forusta Framsóknar á Alþingi m.a. að veita styrkþegum mannréttindi þau er fólust i því að hafa kosningarétt. Framsókn sýndi sig æ meir i raun sem hinn harði húsbóndi, er vildi segja Alþýðuflokknum fyrir verkum. UPPREISN OG ANDSVÖR Alþýðuflokkurinn þurfti til þess að geta gegnt hlutverki sínu 1) að verða sjálfstæður gagnvart Framsókn, — 2) að viðhalda viðfeðma einingu innan vébanda sinna, til þess að verða sterkur og stór flokkur, — og 3) halda hugsjón sinni og stefnu í hávegum. Vinstri armur Alþýðuflokksins, kommúnistarnir, lagði mikla áherslu á sjálfstæði flokksins gagnvart Framsókn — og yrði of langt hér að rekja þá bar- áttu.2) En minna má á sem táknrænt dæmi, að þegar kommúnistarnir á Alþýðusambandsþingi 1928 lögðu til að Alþýðuflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir stuðningi sínum við Framsókn að styrkþegar fengju kosningarétt, þá felldu hægri menn þá til- lögu, þorðu ekki að knýja á Framsókn með slík mannréttindi. En það, sem úrsl'tum hlaut að ráða um hvort Alþýðuflokkurinn yrði slíkt vald að hann gæti knúið fram hagsmuni og hugsjónir verkalýðsins, var að hann yrði nægilega stór og sterkur flokkur, sameinaði framvegis alla sósíalista, hvort sem þe'r teldust kommúnistar eða „kratar" innan sinna vébanda. Frá upphafi hafði flokkurinn gert þetta og staðið utan við alþjóðasamböndin bæði, hið kommúnistíska (III. Internationale) og sósíaldemo- kratíska (II. Internationale). Eftir 1922 starfa t.d. tvö Jafnaðarmannafélög I Reykjavík, bæði I Al- þýðuflokknum, annað stendur í nánu sambandi við III. Internationale, hitt hefur samband við danska sósíaldemókrata. En 1926 knýja hægri menn fram inngöngu Al- þýðuflokksins í II. Internationale og fylgja því eftir með klofningi eða útilokun jafnaðarmannafélage þar sem kommúnistar voru í meirihluta, ef þeir gátu og þorðu. Þetta klofningsverk var hinn fyrsti og örlagariki „sigur' andkommúnismans í islenskri verklýðshreyfingu. Þegar við kommúnistarnir stofnuðum Kommún- istaflokk'nn 1930, reyndum við enn að skapa ein- ingu verklýðshreyfingarinnar, pólitískrar og faglegr- ar, á nýjum breiðum grundvelli,s) — þannig að 232

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.