Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 9
EINAR OLGEIRSSON Sigrast vestrænn sósíalismi á auðvaldskreppu Evrópu? Jóhannes úr Kötlum sagði eitt sinn við mig — í þá mund er hann orti skæðustu gagn- rýni á forustu Sovétríkjanna og verkalýð „velferðarríkjanna“ í „Tregaslag11, „Óljóð“ og „Ný og Nið111* — að ef til vill þyrfti að verða önnur bylting í Sovétríkjunum, til þess að endurreisa sósíalismann eins og hugsjónaskáldið mikla dreymdi um hann. Hann hafði áhyggjur út af þeirri stöðnun, er valdiö veldur, og þeim andlega vesal- dómi, er velferðarþjóðfélag auðvaldsins ól á. Ef til vill á hugmynd hans um gerbreytingu í Sovétríkjunum eftir að rætast við sér- stakar aðstæður, sem hér verða ræddar. Og vera má að sá verkalýður „velferðar11- þjóðfélagsins, sem honum þá lá við að örvænta um, rísi upp í nýrri reisn undir reiðarslögum þeirrar úlfakreppu, sem auðvaldsskipulagið nú er komið í. Verkalýður Vesturlanda mun minnast þess að í síðustu heimskreppu sigraði fasisminn og kom af stað heimsstríði. Og sigri hann nú á atómöld, þá kann öllu að vera lokið. I. Ný heimskreppa auðvaldsins Síðan 1929 hefur ekki hafist kreppa í auð valdsheiminum, sem teiknar til að verða eins djúp og víðtæk og sú, sem nú er hafin. Auð- mannastéttinni hefur tekist síðan 1945 að hindra að þær kreppur, er byrjað hafa, yrðu eins hræðilegar og áður, með því að beita þeirri aðferð, sem kennd er við Keynes og Roosevelt beitti með bestum árangri forðum: að láta ríkisvaldið hefja miklar framkvæmdir strax og fyrstu alvarlegu krepputeiknin koma, efla þannig kaupgetuna og koma framleiðslukerfinu í gang á nýjan leik. Núverandi kreppa hefur nú þegar tekið á sig einkenni alvarlegrar heimskreppu. Á Vesturlöndum magnast atvinnuleysið, hvert fyrirtækið á fætur öðru stöðvast, stórbank- ar verða gjaldþrota, bölsýni eykst i kaup- höllunum, hlutabréf í stóriðjufyrirtækjum falla: Á tveim árum 1972—74 féllu hluta- bréf á markaði kauphallarinnar í Lundúnum 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.