Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 19
ur hitt, hvaða möguleikar og líkur eru á að svona misbeiting ríkisvaldsins eigi sér ekki stað í framtíðinni og síst í sambandi við sigur sósíalisma og lýðfrelsis á Vesturlönd- um. Ætla verður að tvennskonar tilhneiginga gæti þar eystra, er taka skal afstöðu til fyrri misbeitingar og til fyrirbrigða nútíma og framtíðar: Onnur tilhneigingin er að breiða sem mest yfir gamlar misgjörðir og líta með rótgró- inni tortryggni á hverskonar nýjungar eða afbrigði í sósíalisma og gemr hún breytst í ofstæki og fullan fjandskap hvenær sem er. Ennfremur að treysta fremur öllu á vald- ið — hervaldið, agann og hlýðnina. — Tor- tryggnin, sem leiddi til ofstækis, er upp hrópaði um „gagnbyltingu", einkenndi af- stöðuna til Tito 1948, til Kína síðar og Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu 1968. Að treysta á valdið gagnvart erlendri ásókn, — frekar en virka samúð alþýðu erlendis, — hafa Sovétríkin því miður lengst af orðið að gera (þó var samúð alþýðu erlendis mjög rík með þeim í borgarastyrjöldinni 1918— 21), — og það er engin tilviljun að ofsókn- aræðið hefur gripið þar um sig einmitt á hættulegustu tímabilunum: 1) 1936—38, þegar nasistískt auðvald Þýskalands tók að vígbúast af kappi og Vesturveldin lém í öllu undan því, — 2) 1948—51, þegar Banda- ríkin hófu kalda stríðið og voru enn ein um það að geta ógnað með atómsprengjunum. „Harðlínu'-stefna myndi t.d nú fá byr und- ir báða vængi, ef hinn staurblindi afturhalds- flokkur Strauss og annara „kristilegra demó- krata" sigraði og næði ríkisvaldi í Vesmr- Þýskalandi með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir Evrópu. Hin tilhneigingin er að horfast í augu við misgerðir og mistök fortíðar með þeirri sjálfs- gagnrýni, er einkenndi bolsévikka áður fyrr og kvað Lenín menn þá oft læra meira af mistökum og ósigmm en af sigrunum sjálf- um. (Slík tilhneiging var sterk á 20. og 22. flokksþingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna). Ennfremur að hafa opin augu fyrir hætmnni á því að sósíalisminn staðni, skiln- ing á því að hann verður í sífellu að þróast og viðurkenna hin ýmsu „afbrigði", sem sósíalistísk, þó menn séu ósammála þeim (Júgóslavía, Kína). Þessi tilhneiging mun vaxa með aukinni mennmn og vaxandi and- legum viðskipmm Sovétríkjanna út á við — og á styrkleika hennar mun reyna, þegar sósíalistísk öfl yrðu auðvaldi og afturhaldi yfirsterkari í ýmsum Evrópulöndum Það er nokkurnveginn ljóst að tilkoma sósíalistískra stjórna á Vesmrlöndum (t.d. í Frakklandi og Italíu) mundi, er sýnt væri að þær væru fastar í sessi, leiða til vaxandi krafna um víðtækt umræðufrelsi í komm- únistaflokkum Póllands og Tékkóslóvakíu sérstaklega, m. ö. orðum endurvakningu „vorsins í Prag." Og „harðlínumönnum" þætti þá sýnt að þess yrði skammt að bíða að slíkar kröfugerðir kæmu upp í Sovétríkj- unum í ríkum mæli og stofnaði í hætm því, sem þeir telja hinn eina óbrotgjarna grund- völl að valdi Sovétríkjanna: hinn algera aga og einingu út á við. (Þeir gleyma að Lenín taldi „frelsi umræðnanna" inn á við hinn aðalgrundvöll flokksins). Þegar svo væri komið að sterkar sósíal- istískar stjórnir hefðu náð föstum tökum í Vestur-Evrópu, ylti því mikið á því að gagn- kvæmur skilningur væri milli slíkra stjórna og sovétstjórnarinnar: Sósíalistískar stjórnir V-Evrópu þyrftu sem fyrr segir að skilja að það, sem áskapað hefur sovétstjórninni þá tortryggni og hörku, sem hún oft er ásökuð um, er ekki síst sú staðreynd að áratugum saman voru Sovét- ríkin sem virki, umsetið fjandmönnum, sem 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.