Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 23
innar á síðari hluta 19- aldar eftir ensku og aði ég þetta, en bandarísk heimsvaldastefna
frönsku borgarabyltingarnar. (Eitt sinn von- megnaði að hindra þá þróun í 30 ár).0)
VII.
Úr álögum umsáturs
Þegar byltingin í Rússlandi var gerð 1917
litu kommúnistar svo á að hún væri upp-
haf sósíalistískrar byltingar í Evrópu og ef-
uðust um að hún gæti staðið lengi, ef sú
bylting dragist. Lenín minnti jafnvel á það
á þriðja afmælisdegi rússnesku byltingarinn-
ar í ræðu 6. nóv. 1920: „. . . . við höfum
alltaf lagt áherslu á að við dæmum um bylt-
inguna frá alþjóðlegum sjónarhól og að
maður gemr ekki fullkomnað slíkt stórvirki
sem sósíalistíska byldngu í einu einstöku
landi".7) Og síðar í sömu ræðu sagði hann:
„Við vissum alltaf og munum ekki gleyma
því að málstaður okkar er alþjóðlegur og
meðan umbyltingin hefur ekki orðið í öllum
ríkjum, — einnig í þeim ríkusm og mennt-
uðustu, — þá er sigur vor aðeins hálfur,
ef til vill ekki einu sinni það."
Verklýðsbyltingin rúsneska hófst ekki að-
eins með bjartsýni og hetjumóð. Víðsýni og
umburðarlyndi voru einnig ein helsm ein-
kenni hennar: Hinar róttækustu listastefnur
blómguðust, Chagall var mikils metinn
frömuður málaralistar. Alexandra Kollantay
og Ines Armand rimðu um frjálsar ástir og
frelsi konunnar o. s. frv.
En verkalýður Vesmr-Evrópu brást vonum
byltingarfrömuðunna. Vonirnar um að vera
aðeins upphafsmenn byltingar, sem aðrir
gerðu bemr, dóu út. Draumsýn glæsilegs
framtíðarþjóðfélags sósíalismans þokaði fyrir
gráum hversdagsleika óskaplega erfiðrar og
fórnfrekrar uppbyggingar á efnahagslegum
frumskilyrðum sósíalismans í frumstæðu
landi. Árásarstríð auðvaldsins, áramga ein-
angrun og umsámr skópu þá hörðu skel,
sem eigi aðeins var vörn veiku fræi bylting-
arinnar, heldur marði og oft sjálfa braut-
ryðjendur byltingarinnar til bana. Hin mjúka
kvika hugsjónarinnar varð oft illa úti í storm-
um ofstækis og greipum valds, en á úrslita-
smndum varð þó sú harða skel og sú mjúka
kvika bjargvætmr byltingarríkisins. Og bylt-
ingarríkið varð vald, annað mesta ríkisvald
veraldar: bylting í álögum þeirrar hörku, er
umsámrsástandið skóp.
„Seint koma sumir, en koma þó." Ef til vill
kemur alþýða Vesmrlanda sextíu árum síðar
en vonað var og leysir rússnesku byltinguna
úr álögum umsámrsins. Byltingin í vestri,
langþráð af sovéskri alþýðu, myndi létta af
henni ofurþunga vígbúnaðarkapphlaupsins.
Sú „þýða", sem aldrei varð að vori, — það
„vor", sem aldrei varð að sumri, — myndi
nú brjóta af sér ísfjötrana í „yfirbygging-
unni," frelsið og umburðarlyndið frá frum-
herjum byltingarinnar halda sína innreið í
föðurland byltingarinnar að nýju eftir hálfrar
aldar hetjudáðir og harmleiki þjóðar þess.
Auðvitað munu þöngulhausar rétttrúnað-
arins og einangrunarstefnunnar, — þeir, sem
kunna ekki að sannfæra, en kjósa heldur að
reyna að kúga félaga til fylgis við sig, —
berjast af alefli gegn því nýja vori sósíal-
ismans sem „vestrænni" „endurskoðunar-
stefnu" og „gagnbyltingu". En Bucharin mun
215