Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 10
25 JAHRE
(NFLATION
'fimföH Uhenctialtunaokosten
.jeweilc qeqenOber dcm Vnrjahr
ARBEITSLOSE
Kreppur síðasta
aldarfjórðungs í
Bandarikjunum:
Taflan t. v. táknar
þróun atvinnuleys-
is, hlu'.fallstala at-
vinnuleysingja af
heildartölu verka-
lýðs. Taflan t. h.
táknar verðbólg-
una, hækkun fram-
færslukostnaðar
sífellt miðað við
næsta ár á undan.
(jr „Spiegel").
um 54% og það er meira en þau féllu á
fjórum árum heimskreppunnar miklu (apríl
1929 ril maí 1933), en þá féllu þau um
52%. Fallið stafar af því að auðmennirnir,
sem eingöngu meta fyrirtækin eftir gróða-
von, eru nú svo svartsýnir að, ef tillit er
tekið til verðbólgu, þá meta þeir öll þau
hlutabréf, sem verslað er með á kauphöll
Lundúna, álíka og allt hlutaféð var 1918. —
Álíka dökk mynd kemur fram, ef metin eru
hlutabréfin, sem seld eru í kauphöllum
Bandaríkjanna: 1972 var andvirði þeirra
875 miljarðar dollara, en 1974 voru sömu
hlutabréf metin á 525 miljarða (og væri
tekið tillit til verðbólguþróunar Joessara
tveggja ára, þá væru þau aðeins upp á 440
miljarða dollara — eða hálfvirði miðað við
1972).
En Joessi heimskreppa er að ýmsu leyti
nýrrar tegundar. Auk hinna almennu or-
saka hennar, sem er áð leita í sjálfu auð-
valdsþjóðfélaginu, þá ber hún ýmis önnur
einkenni og blandast inn í hana aðrar orsak-
ir, sem gera hana ólíka fyrri kreppum:
1. Peningakerfi auðvaldsheimsins kemst
allt á ringulreið, eftir að horfið var frá gull-
innlausn dollarsins og drottinvald hans
og Bandaríkjaauðvalds brestur, — en það
hafði haldið auðvaldsheiminum í skefjum
síðan heimsstríði lauk 1945. Hrun J>essa
kerfis birtist m.a. í því að ein „unsa” gulls
(1/12 úr pundi) sem skráð var áður hæst á
42 dollara kostar nú 186 dollara á frjálsum
markaði.
2. Sú trú á sjálfvirku kerfi „frjálsrar versl-
unar og fjárfestingar", sem þreifst í skjóli
dollaravaldsins, brestur. Sérstaklega verður
J>etta tilfinnanlegt í löndum Efnahagsbanda-
lagsins, þar sem „frjáls stórmarkaður" var
skapaður en ekkert sameiginlegt ríkisvald til
— eins og í USA — til að reyna að draga
úr afleiðingum kreppunnar. Þessvegna grípur
202