Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 13
Nato lenda þar í höndum hershöfðingja úr Hitler-hernum. Vaxandi atvinnuleysi varð fyrir 40 árum eins og nú vopn í hendi aftur- halds og átylla til vígbúnaðar. Það er tákn- rænt að sá gamli „kaupmaður dauðans" Krupp og keisarinn í Iran skuli nú ganga í gróða-bandalag, einmitt þegar einvaldur írans víðbýst af kappi og ætlar sér drottin- vald á Indlandshafi. Vafalaust eygja vestur- þýskir auðmenn nú björgun evrópsks kapítal- isma í olíuauði Arabafursta. Þar eru hvort sem er gamlir aðdáendur Hitlers. (Og það vantar ekki frekar en fyrir 40 árum hundflata auðmýktina hjá afturhalds- liði íhaldsins fyrir auðvaldi Vestur-Þýska- lands. Morgunblaðinu rennur blóðið til skyldunnar, þegar Springer á í hlut. Það er sem taki hið aumasta í íslenskri borgarastétt að apa allt eftir vestur-þýska afturhaldinu: Því aumari sem hún verður andlega, því hærra hrópar hún um guðhræðslu sína, því tómari sem hugurinn verður, því hærra rís hræsnin og því gráðugri sem hún verður í gróðann, því hatramar formælir hún óguð- legum bolsum. Og nú virðist hún hafa ríkis- útvarpið í vasa sínum: Krupp-hlutliafinn, keisarinn í íran, er lofsunginn þar, — en fyrir 40 árum varaði íslenska ríkisútvarpið við Hitler og aðförum hans). íslenska þjóðin þarf nú að vera á verði. Enn hefur fyrir aðgerðir íslenskra sósíalista tekist að bæja frá íslandi atvinnuleysi því, sem nú tröllríður auðvaldsríkjum Vestur- landa. Afairhaldsöflin hér treysta enn á að tómur sé hugurinn, ef maginn er fullur. En þau munu heldur ekki svífast þess að koma atvinnuleysi á og beita fornum kúgunarað- ferðum, ef múgsefjunin ein ekki dugar eða grípa jafnvel til enn hættulegri aðgerða. Einnig hér sem annarsstaðar á Vestur- löndum munu átökin harðna og stóra spurn- ingin verður hver sigrar hvern. m. Viðbrögð verkalýðs á Vesturlöndum Verkalýður Vesturlanda verður að átta sig á því frá upphafi í viðureigninni við auð- valdið og kreppu þess, að hann verður að geta beitt sósíalistískum ráðstöfunum, til þess að ráða niðurlögum kreppunnar, ella tapar hann. Með öðrum orðum: Verklýðs- hreyfingin, flokkar hennar og félög, verða að ná þeim tökum á ríkisvaldinu að þau fái raunverulega yfirstjórn atvinnulífsins í sínar hendur, hvað svo sem eignarréttinum líður, — og geti beitt því valdi til að útrýma at- vinnuleysinu.", Höfuðforsenda þess að tekist geti að ná þessu valdi og beita því er náið samstarf allra sósíalista: það þýðir kommúnista og sósíal- demókrata og ennfremur virk samvinna við sjálfstætt verklýðssamband eða — sambönd og öll önnur samtök launafólks. Það var þetta samstarf, sem skorti fyrir 40 árum og auðveldaði fasistum sigurinn. Sú dýrkeypta reynsla má ekki gleymast. Báðir höfuðflokk- ar alþýðu verða af henni að læra, því bregð- ist það nú, þá verður það ekki aftur tekið: fái fasistar atómvopn í hönd, þá ráða þeir hvort veröld ferst. Það hefur verið árátta sósíaldemokrata frá því höfuðflokkar jxárra brugðust í fyrstu stóru eldrauninni 1914 að óttast auðvaldið um of, lenda undir áhrifavaldi þess og beygja sig fyrir því. Og þeim hefur verið 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.