Réttur


Réttur - 01.10.1974, Page 13

Réttur - 01.10.1974, Page 13
Nato lenda þar í höndum hershöfðingja úr Hitler-hernum. Vaxandi atvinnuleysi varð fyrir 40 árum eins og nú vopn í hendi aftur- halds og átylla til vígbúnaðar. Það er tákn- rænt að sá gamli „kaupmaður dauðans" Krupp og keisarinn í Iran skuli nú ganga í gróða-bandalag, einmitt þegar einvaldur írans víðbýst af kappi og ætlar sér drottin- vald á Indlandshafi. Vafalaust eygja vestur- þýskir auðmenn nú björgun evrópsks kapítal- isma í olíuauði Arabafursta. Þar eru hvort sem er gamlir aðdáendur Hitlers. (Og það vantar ekki frekar en fyrir 40 árum hundflata auðmýktina hjá afturhalds- liði íhaldsins fyrir auðvaldi Vestur-Þýska- lands. Morgunblaðinu rennur blóðið til skyldunnar, þegar Springer á í hlut. Það er sem taki hið aumasta í íslenskri borgarastétt að apa allt eftir vestur-þýska afturhaldinu: Því aumari sem hún verður andlega, því hærra hrópar hún um guðhræðslu sína, því tómari sem hugurinn verður, því hærra rís hræsnin og því gráðugri sem hún verður í gróðann, því hatramar formælir hún óguð- legum bolsum. Og nú virðist hún hafa ríkis- útvarpið í vasa sínum: Krupp-hlutliafinn, keisarinn í íran, er lofsunginn þar, — en fyrir 40 árum varaði íslenska ríkisútvarpið við Hitler og aðförum hans). íslenska þjóðin þarf nú að vera á verði. Enn hefur fyrir aðgerðir íslenskra sósíalista tekist að bæja frá íslandi atvinnuleysi því, sem nú tröllríður auðvaldsríkjum Vestur- landa. Afairhaldsöflin hér treysta enn á að tómur sé hugurinn, ef maginn er fullur. En þau munu heldur ekki svífast þess að koma atvinnuleysi á og beita fornum kúgunarað- ferðum, ef múgsefjunin ein ekki dugar eða grípa jafnvel til enn hættulegri aðgerða. Einnig hér sem annarsstaðar á Vestur- löndum munu átökin harðna og stóra spurn- ingin verður hver sigrar hvern. m. Viðbrögð verkalýðs á Vesturlöndum Verkalýður Vesturlanda verður að átta sig á því frá upphafi í viðureigninni við auð- valdið og kreppu þess, að hann verður að geta beitt sósíalistískum ráðstöfunum, til þess að ráða niðurlögum kreppunnar, ella tapar hann. Með öðrum orðum: Verklýðs- hreyfingin, flokkar hennar og félög, verða að ná þeim tökum á ríkisvaldinu að þau fái raunverulega yfirstjórn atvinnulífsins í sínar hendur, hvað svo sem eignarréttinum líður, — og geti beitt því valdi til að útrýma at- vinnuleysinu.", Höfuðforsenda þess að tekist geti að ná þessu valdi og beita því er náið samstarf allra sósíalista: það þýðir kommúnista og sósíal- demókrata og ennfremur virk samvinna við sjálfstætt verklýðssamband eða — sambönd og öll önnur samtök launafólks. Það var þetta samstarf, sem skorti fyrir 40 árum og auðveldaði fasistum sigurinn. Sú dýrkeypta reynsla má ekki gleymast. Báðir höfuðflokk- ar alþýðu verða af henni að læra, því bregð- ist það nú, þá verður það ekki aftur tekið: fái fasistar atómvopn í hönd, þá ráða þeir hvort veröld ferst. Það hefur verið árátta sósíaldemokrata frá því höfuðflokkar jxárra brugðust í fyrstu stóru eldrauninni 1914 að óttast auðvaldið um of, lenda undir áhrifavaldi þess og beygja sig fyrir því. Og þeim hefur verið 205

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.