Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 50

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 50
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON og íslensk alþýða Á fimmtugasta afmælisári „Bréfs til Láru" kvaddi sá mikli töframaður íslenskrar tungu, einn sérstæðasti boðberi sósíalismans í ver- öldinni, þennan heim. Líklega hefur aldrei íslenskur maður sam- einað í sér eins og hann hreinskilni barns- ins og visku spekingsins, humor háðfuglsins og eldmóð hugsjónamannsins, gamansemi græskuleysingjans og vandlætingu spámanns- ins. Aldrei hefur boðskapur alþjóðlegs sósíal- isma birtst í f jölbreytilegri og frumlegri þjóð- legum myndum en í ódauðlegum ritum hans. Hann gerðist með „Bréfi til Láru" braut- ryðjandi stórbrotnustu skáldakynslóðar, sem Island hefur eignast frá upphafi vega, kyn- slóðar hinna rauðu penna, sem lyftu þjóð- inni andlega og listrænt hærra en nokkru sinni fyr, meðan hennar naut við.. Þeir rauðu rithöfundar börðust við hlið alþýðu og lyftu með henni því grettistaki að ryðja fargi fá- tæktarinnar úr vegi hennar og þeirra. Þeir hníga nú til foldar, brautryðjendurnir, hver á fætur öðrum: Jóhannes úr Kötlum, Krist- inn, Þórbergur. Það var stormasamt um Þórberg í lífinu og þegar hann lenti í hörðustu átökunum, svo sem 1925 og 1939, reit hann ádeilurit, sem verða einstæð í íslenskum bókmenntum að hugmyndaauðgi og orðsins list. Fulltrúa íslenskrar borgarastéttar sveið undan ákær- um hans og hefndu sín með ofsóknum með- an þeir máttu, uns ágæti listar hans, ást alþýðu og aðdáun þjóðarinnar höfðu byggt þann varnarmúr um hann, sem ei varð rof- inn. Þegar Þórbergur getur ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér, varist og sótt með vopni sínu pennanum, mun þessi sama burgeisastétt smátt og smátt reyna að brjóta oddinn af boðskap hans, deyfa eggjar þeirra vopna, er hann smíðaði alþýðu. SJÍk er hennar aðferð við þau skáld, sem rista auðvaldsskipulaginu rammast níð, meðan þau lifa. Þorsteinn Erlingsson reynir hún að gera bara að „skáldi heiðríkjunnar", Þórberg mun hún reyna að gera óskaðlegan með því að smvrja hann sem dýrling tungunnar, hún mun láta leigða skriffinna sína hamast við að reyna að þurrka burt roðann af rauða pennanum hans, af öllum rauðu pennunum. Þórbergur var íslenskri alþýðu og bylt- ingarhugsjón hennar, sósíalismanum, hinn síkviki boðberi og brautryðjandi. Hann eftir- i 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.