Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 34
ríkin forustu fyrir þeim ríkjum, sem fylgja
þessu sjónarmiði. Mál þetta var mikið rætt
á ráðstefnunni og stundum af verulegum
hita, en ekki verður sagt að mikið hafi þok-
ast í samkomulagsátt.
Meginverkefni þriðju nefndar voru að
fjalla um alþjóðareglur varðandi mengun-
armál og vísindalegar rannsóknir á hafi og
hafsbotni.
Töluverður ágreiningur er enn um fyrir-
komulag og framkvæmd mengunarvarna.
skiptast ríki þar aðallega í tvo hópa. Ann-
arsvegar eru þróunarlöndin og allmörg
strandríki (Island þar á meðal), sem berjast
fyrir ótvíræðri mengunarlögsögu og tiltölu-
lega miklum rétti strandríkja innan hennar.
A öndverðum meiði eru flest siglingaríki,
sem telja óæskilegt að veita strandríkjum
slíkan rétt, þar eð frjálsum siglingum kunni
að stafa hætta af. Siglingaveldin vilja ekki
heimila strandríki að framfylgja alþjóðaregl-
um um varnir gegn mengun af völdum skipa,
heldur skuli það vera heimaríki skips, sem
hafi slíkt eftirlit með höndum. Það telja
flest strandríki allskostar ófullnægjandi og
raunar fráleitt.
Um sjálfa mengunarlögsöguna er hins-
vegar ekki deilt lengur. Flest ríki virðast geta
fellt sig við að hún verði að víðátm hin
sama og 200 mílna auðlindalögsagan. Við
íslensku fulltrúarnir höfum lagt áherslu á,
að tryggja verði rétt strandríkis innan meng-
unarlögsögunnar til þess að setja reglur um
skipaferðir og siglingar, og jafnframt sé það
strandríkið sem hafi rétt til að framfylgja
þessum reglum og koma fram refsingum, ef
mengunarlög strandríkis hafa verið brotin.
Enn skortir nokkuð á að samkomulag hafi
náðst um þessi atriði. En töluvert þokaðist
í áttina á Caracas-ráðstefnunni, og er ekki
ólíklegt, að fundið verði nokkurn veginn
eðlilegt jafnvægi milli þeirra tvennskonar
hagsmuna, sem þarna er um að ræða, réttar
og nauðsynjar strandríkis til að vernda fiski-
stofna og strendur gegn mengun, og þess
sjónarmiðs að hindra sem minnst frjálsar
siglingar með óþarfa flóknu kerfi mengun-
arreglna.
Ekki gætir teljandi ágreinings um stjórn og
framkvæmd vísindalegra rannsókna í land-
helgi strandríkja. Oðru máli gegnir um auð-
lindasvæðið og úthafið. Þar eru skoðanir enn
mjög skiptar milli iðnvelda annars vegar og
þeirra ríkja hins vegar, sem halda fram rétti
strandríkja til víðtækrar lögsögu í þessum
málum á auðlindasvæðinu. Leggja síðar-
nefndu ríkin áherslu á, að vísindalegar rann-
sóknir séu nátengdar hagnýtingu þeirra auð-
æfa, sem á auðlindasvæðinu kunna að vera.
I sambandi við mörg helstu mál, sem ráð-
stefnan fjallaði um, er alvarlegasta ágrein-
ingsefnið það, hvaða aðili eigi að hafa síð-
asta orðið um framkvæmd þeirra alþjóða-
laga og reglna, sem settar kunna að verða.
A það að vera strandríkið, eða eiga það að
vera svæðastofnanir, alþjóðastofnanir og að
lokum alþjóðadómstóll? Dómur öldunganna
í Haag í máli Breta og Vestur-Þjóðverja gégn
okkur Islendingum, sem upp var kveðinn
meðan ráðstefnan stóð sem hæst, vakti þar
mikla athygli og umtal. Var auðheyrt, eink-
um á fulltrúum þróunarlanda, að þeim fannst
dómurinn líkastur grafarraust frá horfinni
tíð. Er óhætt að fullyrða, að áhrif hafði hann
einkum í þá átt að gera mörg strandríki enn-
þá andvígari því en áður að hlíta úrskurði
alþjóðlegs gerðardóms, sem skipaður yrði að
verulegu leyti lögspekingum með forneskju-
legan hugsunarhátt nýlendudrottnara.
VI.
Ekki var við því að búast, að þinghaldið
í Caracas leiddi til endanlegrar niðurstöðu,
226